Emilía Guðlaugsdóttir (Laugalandi)
Emilía Gulaugsdóttir frá Laugalandi, húsfreyja í Reykjavík fæddist 16. mars 1929 á Laugalandi og lést 19. febrúar 2007 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Þorsteinsson trésmíðameistari og bátsformaður, f. 30. júlí 1889 í Gerðakoti undir Eyjafjöllum, d. 23. júní 1970, og kona hans Guðríður Björg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. október 1891 á Seyðisfirði, d. 8. maí 1972.
Börn Bjargar og Guðlaugs:
1. Þorsteinn Guðni, f. 18. apríl 1917, d. 17. september 2001.
2. Sigurður Ingiberg, f. 6. janúar 1919, d. 5. maí 1957.
3. Guðbjörn Guðlaugsson, f. 26. nóvember 1920, d. 1. desember 2006.
4. Indíana Guðlaugsdóttir, f. 26. september 1922, d. 4. júní 1994.
5. Sveinbjörn Guðlaugsson, f. 4. desember 1925, d. 5. desember 2017.
6. Emilía Guðlaugsdóttir, f. 16. maí 1929, d. 19. febrúar 2007. Maður hennar Halldór Guðmundsson.
Barn Guðlaugs með Hermanníu Sigurðardóttur, f. 4. september 1896, d. 23. júlí 1989, var
7. Laufey Guðlaugsdóttir, f. 22. mars 1918 á Nesi í Norðfirði, d. 21. júní 2006 í Reykjavík.
Emilía var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1945.
Þau Halldór giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast á Veghúsum 31.
Halldór lést 2001.
Emilía bjó síðast á Lindargötu 66 í Reykjavík.
Hún lést 2007.
I. Maður Emilíu, (1950), var Halldór Guðmundsson flugvirkjameistari, framkvæmdastjóri viðgerðar- og verkfræðideildar Loftleiða, síðar Flugleiða, f. 13. júlí 1925, d. 26. desember 2001. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldórsson prentari í Gutenberg, f. 30. ágúst 1892, d. 24. febrúar 1957, og kona hans Fríða Í. Aradóttir húsfreyja, söngkona, f. 1. janúar 1899, d. 1. mars 1973.
Börn þeirra, öll í Bandaríkjunum:
1. Sigurður R. H. Guðmundsson. Kona hans Sigurrós Hákonardóttir.
2. Halldór Valur Guðmundsson. Kona hans Hrefna Harðardóttir.
3. Guðmundur Halldórsson. Kona hans Donna Doty.
4. Kristín Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10. maí 1955 í Rvk. Maður hennar Michael Nethersole.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 27. febrúar 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.