Þóranna Eyjólfsdóttir (Laugalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þóranna Eyjólfsdóttir vinnukona, ráðskona á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, síðar í dvöl í Eyjum fæddist 7. september 1881 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum og lést 7. nóvember 1953 í Eyjum.
Faðir hennar var Eyjólfur bóndi, síðast á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, f. 1. maí 1836 á Seljalandi, d. 14. febrúar 1889, Þórarinsson bónda víða, en síðast á Seljalandi, f. 3. ágúst 1799 í Mörtungu á Síðu, d. 3. júlí 1873, Eyjólfssonar vinnumanns og bónda víða, síðast í Mörtungu, f 1774, d. 7. janúar 1819 í Mörtungu, Þórarinssonar og konu Eyjólfs í Mörtungu (18. október 1796), Önnu húsfreyju, f. 1776, d. 12. febrúar 1829 í Mörtungu, Oddsdóttur.
Móðir Eyjólfs á Raufarfelli og kona Þórarins á Seljalandi (30. október 1828) var Guðríður húsfreyja, f. 1. mars 1806 á Ytri-Sólheimum, d. 11. september 1878 á Seljalandi, Eyjólfsdóttir bónda á Ytri-Sólheimum, f. 1763 í Skál á Síðu, d. 6. maí 1842 á Ytri-Sólheimum, Alexanderssonar og fyrri konu Eyjólfs (1791), Guðríðar húsfreyju, f. 1764, d. ?1810, Sigurðardóttur.

Móðir Þórönnu Eyjólfsdóttur og kona Eyjólfs á Raufarfelli (15. nóvember 1866) var Gunnvör húsfreyja, f. 16. nóvember 1845 í Álftagróf, d. 24. júlí 1921, Sigurðardóttir bónda og hreppstjóra í Pétursey í Mýrdal, f. 6. apríl 1807 á Rauðafelli undir Eyjafjöllum, d. 19. júlí 1872 í Pétursey, Péturssonar bónda á Rauðafelli, f. 1780, d. 9. september 1808, Árnasonar og konu Péturs, Sigríðar húsfreyju, f. 1773, Sigurðardóttur.
Móðir Gunnvarar og barnsmóðir Sigurðar var Salgerður, síðar húsfreyja í Hryggjum í Mýrdal, kona Jóns Steinssonar bónda þar, f. 30. september 1821, Einarsdóttir bónda víða, en síðast á Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 1790 í Vindási í Hvolhreppi, d. 13. júní 1866 í Hryggjum, Jónssonar, og konu Einars (1. ágúst 1819), Salgerðar húsfreyju, f. 1789 í Vestmannaeyjum, d. 10. júní 1862 á Ketilsstöðum, Bjarnadóttur, f. 1766, Guðmundssonar.

Systir Þórönnu var Sigurborg Eyjólfsdóttir verkakona, saumakona í Nöjsomhed, f. 9. mars 1867, d. 24. ágúst 1933.

Þóranna var með foreldrum sínum á Raufarfelli í æsku. Hún fluttist til Jóns bróður síns að Moldnúpi 1895 og var hjú þar 1910, síðar ráðskona, en hann var þá ekkjumaður.
Hún eignaðist Sigurjón Vídalín með Guðmundi 1911.
Hún fluttist til Sigurjóns sonar síns í Eyjum, var á Laugalandi hjá fjölskyldu hans 1940 og til æviloka 1953. Hún var grafin frá Holtskirkju u. Eyjafjöllum.

I. Barnsfaðir Þórönnu var Guðmundur Eyjólfsson vinnumaður, síðar verkamaður, sjómaður í Miðbæ, f. 7. október 1886 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, drukknaði við Eiðið 16. desember 1924.
Barn þeirra var
1. Sigurjón Vídalín Guðmundsson verkamaður, sjómaður, verkstjóri á Laugalandi, f. 27. nóvember 1911 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, d. 27. september 1999.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.