Guðbjörg Lilja Einarsdóttir (Kirkjubóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Lilja Einarsdóttir frá Kirkjubóli fæddist þar 25. apríl 1912 og lést 20. júlí 1997.
Foreldrar hennar voru Einar Sigurðsson frá Fagurhóli í A.-Landeyjum, bóndi, f. 4. október 1873, d. 27. desember 1939, og kona hans María Jónsdóttir frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 20. febrúar 1867, d. 10. ágúst 1958.

Börn Maríu og Einars:
1. Jónína Margrét Einarsdóttir, f. 25. september 1897, d. 17. júní 1991.
2. Sigurður Einarsson prestur, f. 29. október 1898, d. 23. febrúar 1967.
3. Sigríður Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1900, d. 2. nóvember 1985.
4. Hermann Einarsson, f. 27. janúar 1903, d. 6. mars 1941.
5. Guðrún Einarsdóttir, f. 21. apríl 1904, d. 23. desember 1984.
6. Andvana dóttir, f. 30. júní 1907.
7. Marta Aðalheiður Einarsdóttir, f. 13. janúar 1909, d. 5. nóvember 2004.
8. Guðbjörg Lilja Einarsdóttir, f. 27. apríl 1912, d. 20. júlí 1997.

Guðbjörg var með foreldrum sínum, á Kirkjubóli og á Hoffelli, síðan í Móakoti á Álftanesi.
Leikbróðir Guðbjargar Lilju var Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur og er ein smásagna hans skrifuð um Lilju litlu í Móakoti og heitir smásagan „Glerbrot“. Eftir að hún varð ekkja vann hún nokkur ár hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
Þau Jóhannes Valgeir giftu sig 1933, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Skúlaskeiði 30 í Hafnarfirði.
Jóhannes Valgeir lést 1955 og Guðbjörg Lilja 1997.

I. Maður Guðbjargar Lilju, (3. júní 1933), var Jóhannes Valgeir Eiðsson frá Klungurbrekku í Skógarstrandarhreppi á Snæfellsnesi, sjómaður í Hafnarfirði, f. 31. desember 1911, d. 21. janúar 1955. Foreldrar hans voru Eiður Sigurðsson frá Klungurbrekku, bóndi, sjómaður, skipstjóri, f. 25. maí 1887, d. 15. nóvember 1929, og Sigurrós Jóhannesdóttir frá Hraunsmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 23. júní 1885, d. 10. apríl 1970.
Börn þeirra:
1. Eiður Jóhannesson skipstjóri, f. 14. mars 1932, d. 20. september 2002. Kona hans Ágústa Fanney Lúðvíksdóttir.
2. Jóhann Smári Jóhannesson húsgagnasmiður í Hafnarfirði, f. 6. september 1935. Kona hans Magnea Kolbrún Leósdóttir.
3. Brynhildur Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1937, d. 11. janúar 2000. Maður hennar Magnús Blöndal Bjarnason.
4. María Jóhannesdóttir, f. 20. september 1940. Maður hennar Jóhann Þ. Þórðarson.
5. Ásthildur Jóhannesdóttir starfsmaður Hrafnistu, f. 16. febrúar 1942, d. 22. nóvember 2000. Unnusti hennar var Valgeir Geirsson, látinn. Maður hennar Baldvin Jóhannsson.
6. Einar Ægir Jóhannesson öryrki, f. 28. febrúar 1948, d. 16. mars 2022.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.