Guðjón Sigurbjörnsson (Landamótum)
Guðjón Sigurbjörnsson frá Landamótum, verkamaður, viðgerðamaður fæddist þar 22. febrúar 1958 og lést 2. maí 2006 í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Sigurbjörn Friðrik Ólason sjómaður, f. 28. júní 1937, d. 10. febrúar 2020, og barnsmóðir hans Gréta Guðjónsdóttir frá Landamótum, verslunarkona, f. 6. apríl 1938 á Sælundi við Vesturveg 2, d. 20. júní 2020 í Hraunbúðum.
Guðjón var með móður sinni í æsku.
Hann vann við fiskiðnað, flutti til Hafnarfjarðar. Þar vann hann við bíla- og vélaviðgerðir.
Þau Elísabet giftu sig. Þau eignuðust ekki börn saman, en Elísabet átti fjögur börn.
Guðjón bjó á Sléttahrauni 19, síðar á Arnarhrauni 16 í Hafnarfirði.
Kona Guðjóns er Elísabet Ragnarsdóttir, f. 6. október 1957.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 21. maí 2006. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.