Friðbjörg Guðmundsdóttir (Stapa)
Friðbjörg Guðmundsdóttir frá Stapa, húsfreyja fæddist 10. mars 1926 á Bólstað við Heimagötu 18 og lést 30. júlí 1997 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 20. október 1897 á Ragnheiðarstöðum í Flóa, Árn., d. 15. júlí 1965 í Hafnarfirði, og sambúðarkona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Kagaðarhóli á Ásum, A.-Hún., f. 16. ágúst 1894, d. 2. maí 1976.
Börn Guðbjargar og Magnúsar Valdimars Jónssonar skipasmiðs á Bergi:
1. Jóna Ingibjörg Magnúsdóttir talsímakona, f. 19. september 1916, d. 20. október 1938.
2. Magnúsína Guðbjörg Magnúsdóttir húsfreyja á Stapa, síðar í Hveragerði, f. 14. apríl 1920, d. 11. mars 2005. Maður hennar var Engilbert Þorbjörnsson bifreiðastjóri.
Börn Guðbjargar og sambúðarmanns hennar Guðmundar Jónssonar sjómanns, verkamanns á Stapa, f. 20. október 1897, d. 15. júlí 1965:
3. Guðmunda Jóna Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. desember 1922, d. 10. október 1984.
4. Sigurbjörg Kolbrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1924, d. 12. apríl 1975.
5. Friðbjörg Guðmundsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 10. mars 1926 á Bólstað, d. 30. júlí 1997.
6. Jón Egilsson Guðmundsson, f. 28. september 1927, d. fyrir 1930.
7. Þóra Egilsína Guðmundsdóttir, f. 4. janúar 1930 á Bessastíg 4, d. 9. júlí 2008.
Fósturbörn þeirra Guðmundar voru:
8. Dóttursonur Guðbjargar, Arnar Semingur Andersen sjómaður, f. 12. október 1935, sonur Jónu Ingibjargar Magnúsdóttur. Faðir hans var Svend Ove Andersen frá Friðrikssundi í Danmörku.
9. Dótturdóttir Guðbjargar, dóttir Kolbrúnar, Ingibjörg Nancy Kudrick Morgan, f. 12. júlí 1943.
Friðbjörg var með foreldrum sínum, en hún fór til Víkur í Mýrdal 15 ára gömul og vann þar á Hóteli um skeið. Þaðan flutti hún til Hafnarfjarðar og síðan til Reykjavíkur þar sem hún bjó síðan. Hún vann ýmis störf, m.a. á Borgarspítalanum í nokkur ár.
Þau Hermann giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu eftir 10 ára sambúð.
Þau Árni voru í sambúð í Vík í Mýrdal frá 1995.
Friðbjörg lést 1997 og Árni 2016.
I. Maður Friðbjargar, (skildu), var Hermann Kjartansson iðnaðarmaður, f. 17. maí 1930, d. 15. ágúst 1996. Foreldrar hans voru Kjartan Guðmundsson eigandi teppaverksmiðjunnar Axminster, f. 27. október 1910, d. 26. ágúst 1992, og kona hans Sigríður Jóhanna Hermannsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1908, d. 21. febrúar 1988.
Barn þeirra:
1. Sigríður Hermannsdóttir, f. 24. júlí 1962. Fyrrum maður hennar Ómar Jóhannsson Björnssonar.
II. Sambúðarmaður Friðbjargar var Árni Sigurjónsson bifreiðastjóri, verslunarmaður, flutningastjóri, smiður, f. 21. mars 1926 í Eystri-Pétursey í Mýrdal, d. 22. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Sigurjón Árnason trésmiður, bóndi, f. 1891, d. 29. júlí 1986, og fyrri kona hans Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1884, d. 16. febrúar 1941.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 8. ágúst 1997. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.