Kolbrún Guðmundsdóttir (Stapa)
Sigurbjörg Kolbrún Guðmundsdóttir frá Stapa, húsfreyja fæddist 30. nóvember 1924 á Bergi við Bárustíg 4 og lést 12. apríl 1975.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 20. október 1897 á Ragnheiðarstöðum í Flóa, d. 15. júlí 1965 í Hafnarfirði og sambúðarkona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Kagaðarhóli á Ásum í A.-Hún., f. 16. ágúst 1894, d. 2. maí 1976.
Börn Guðbjargar og Magnúsar Valdimars Jónssonar skipasmiðs á Bergi:
1. Jóna Ingibjörg Magnúsdóttir talsímakona, f. 19. september 1916, d. 20. október 1938.
2. Magnúsína Guðbjörg Magnúsdóttir húsfreyja á Stapa, síðar í Hveragerði, f. 14. apríl 1920, d. 11. mars 2005. Maður hennar var Engilbert Þorbjörnsson bifreiðastjóri.
Börn Guðbjargar og sambúðarmanns hennar Guðmundar Jónssonar sjómanns, verkamanns á Stapa, f. 20. október 1897, d. 15. júlí 1965:
3. Guðmunda Jóna Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. desember 1922, d. 10. október 1984.
4. Sigurbjörg Kolbrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1924, d. 12. apríl 1975.
5. Friðbjörg Guðmundsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 10. mars 1926 á Bólstað, d. 30. júlí 1997.
6. Jón Egilsson Guðmundsson, f. 28. september 1927, d. fyrir 1930.
7. Þóra Egilsína Guðmundsdóttir, f. 4. janúar 1930 á Bessastíg 4, d. 9. júlí 2008.
Fósturbörn þeirra Guðmundar voru:
8. Dóttursonur Guðbjargar, Arnar Semingur Andersen sjómaður, f. 12. október 1935, sonur Jónu Ingibjargar Magnúsdóttur. Faðir hans var Svend Ove Andersen frá Friðrikssundi í Danmörku.
9. Dótturdóttir Guðbjargar, dóttir Kolbrúnar, Ingibjörg Nancy Kudrick Morgan, f. 12. júlí 1943.
Kolbrún var með foreldrum sínum í æsku og enn 1945.
Hún eignaðist barn með Theodore Fredrick í Reykjavík 1943.
Þau Valtýr giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Hítarneskoti í Kolbeinsstaðahreppi til 1969, en þá fluttu þau á Rif á Snæfellsnesi.
Sigurbjörg Kolbrún lést 1975 og Valtýr 2003.
I. Barnsfaðir Kolbrúnar var Theodore Fredrick Kudrick frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum.
Barn þeirra:
1. Ingibjörg Nancy Kudrick Morgan, f. 12. júlí 1943 í Reykjavík, d. 13. nóvember 2019. Hún bjó í Bandaríkjunum 1986. Maður hennar Kenneth Morgan.
II. Maður Kolbrúnar var Valtýr Júlíusson bóndi í Hítarneskoti í Kolbeinsstaðahreppi, verkamaður, bóndi, héraðslögregluþjónn á Snæfellsnesi, f. 15. mars 1923 í Hítarnesi, d. 26. apríl 2003 á Akranesi. Foreldrar hans voru Júlíus Jónsson b´ndi í Hítarnesi, f. 23. júlí 1885, d. 16. ágúst 1975, og Kristín Stefánsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1891, d. 31. desember 1958.
Börn þeirra:
1. Reynir Valtýsson sjómaður, f. 14. febrúar 1946. Kona hans Berglind Gestsdóttir.
2. Bjarni Valur Valtýsson vélsmíðameistari, f. 29. júní 1963. Kona hans Margrét Þorsteinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 3. maí 2003. Minning Valtýs Júlíussonar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.