Jóhann Garðar Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhann Garðar Björnsson.

Jóhann Garðar Björnsson frá Þinghól, yfirvélsmiður, verkstjóri í Reykjavík fæddist 7. febrúar 1917 í Þinghóli og lést 17. febrúar 1977.
Foreldrar hans voru Björn Erlendsson skipstjóri, f. 2. október 1889 í Engigarði í Mýrdal, fórst með báti sínum Adólfi 3. mars 1918, og kona hans Stefanía Steinunn Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 3. mars 1886 á Innri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, d. 14. maí 1963.

Börn Stefaníu og Björns:
1. Anton Björnsson, f. 20. desember 1914, d. 21. desember 1914.
2. Ingibjörg Björnsdóttir, f. 20. desember 1914, d. sama dag.
3. Adólf Ingimar Björnsson rafvirki, rafveitustjóri, f. 28. febrúar 1916, d. 3. mars 1976.
4. Jóhann Garðar Björnsson vélsmiður, verkstjóri í Reykjavík, f. 7. febrúar 1917 í Þinghól, d. 17. febrúar 1977.
5. Björn Bergsteinn Björnsson iðnrekandi og framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 2. október 1918 í Vík í Mýrdal, d. 26. nóvember 1986.
Börn Stefaníu og Stefáns Árnasonar:
1. Guðjón Ragnar Stefánsson bifvélavirki, rafvirkjameistari í Reykjavík, síðast í Garðabæ, f. 5. október 1922 í Keflavík, d. 27. ágúst 1996. Kona hans Guðrún Helga Helgadóttir.
2. Ingibjörg Smith Stefánsdóttir (Ingibjörg Smith), söngkona, húsfreyja í Annapolis í Maryland, f. 23. mars 1929. Maður hennar Paul Smith.
3. Haraldur Stefánsson flugvirki í Reykjavík, f. 23. mars 1929, d. 8. apríl 2014. Kona hans Kristín Rögnvaldsdóttir.

Jóhann Garðar lærði vélvirkjun í Vélsmiðjunni Steðja í Reykjavík.
Hann varð yfirvélsmiður í Dósagerð Reykjavíkur 1940. Árið 1950 stofnaði hann í félagi við Pétur Pétursson og Egil Egilsson Vélsmiðjuna hf. og vann við hana.
Þau Andrea Laufey giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Þórunn giftu sig, eignuðust tíu börn.
Jóhann Garðar lést 1977 og Þórunn Ólafía 2006.

I. Kona Jóhanns var Andrea Laufey Jónsdóttir, f. 1. september 1915 í Rvk, d. 28. janúar 1992.
Foreldrar hennar voru Jón Þorláksson, f. 29. október 1880, d. 11. nóvember 1957, og Jónína Dagný Hansdóttir, f. 27. febrúar 1886, d. 26. apríl 1970.
Barn þeirra:
1. Björn Hafsteinn Jóhannsson véltæknifræðingur, framkvæmdastjóri, f. 4. júní 1939, d. 31. ágúst 2011. Kona hans Þrúður Guðrún Sigurðardóttir.

II. Kona Jóhanns Garðars var Þórunn Ólafía Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1923, d. 11. júní 2006. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson hafnarverkamaður, f. 5. apríl 1894 í Vík á Akranesi, d. 29. janúar 1947 og Solveig Róshildur Ólafsdóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1900 í Reykjavík, d. 26. mars 1984.
Börn þeirra:
2. Erna Stefanía Jóhannsdóttir verslunarmaður, f. 18. janúar 1942. Fyrri maður hennar Edvard Ásmundsson, látinn. Maður hennar Magnús Elíasson
3. Jóhann Jóhannsson rennismiður, f. 27. febrúar 1944. Kona hans Sigríður Jórunn Sveinsdóttir, látin.
4. Sigurrós Jóhannsdóttir, starfar við umönnun, f. 20. júní 1947. Barnsfaðir hennar Sigurbjörn Eiður Árnason. Maður hennar Jóhann Gunnar Halldórsson, látinn.
5. Birna Jóhannsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 27. janúar 1949. Maður hennar Magnús Gíslason.
6. Svala Jóhannsdóttir starfsmaður á leikskóla, f. 30. ágúst 1951. Maður hennar Franc Curtis, látinn.
7. Örn Jóhannsson vélvirkjameistari, f. 30. ágúst 1951. Kona hans Kristjana Rós Þorbjörnsdóttir.
8. Hanna Jóhannsdóttir sjúkraliði, f. 11. október 1954. Maður hennar Sigfús Birgir Haraldsson.
9. Már Jóhannsson húsasmíðameistari, f. 24. mars 1958. Fyrrum kona hans Marína Elíasdóttir.
10. Ómar Jóhannsson hjólbarðaviðgerðarmaður, f. 10. ágúst 1960. Fyrrrum kona hans Sigríður Hermannsdóttir.
11. Garðar Jóhannsson rennismiður, öryggisvörður, f. 11. mars 1962. Fyrrum kona hans Fríður Sólveig Hannesdóttir. Sambúðarkona hans Vilborg Reynisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.