Halldór Ólafsson (blikksmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldór Ólafsson.

Halldór Ólafsson blikksmiður, sjúkraþjálfari fæddist 9. apríl 1936 í Kaupmannahöfn og lést 11. mars 1992.
Foreldrar hans voru Ólafur Þorsteinn Halldórsson læknir, f. 4. desember 1906 í Eyjum, d. 20. febrúar 1997, og fyrri kona hans Erna Maria Halldórsson húsfreyja, f. Sörensen 13. apríl 1909, d. 12. mars 1961.

Börn Ernu Mariu og Ólafs:
1. Halldór Ólafsson blikksmiður, sjúkraþjálfari. Barnsmóðir hans Esther Sigmundsdóttir. Fyrrum kona hans Herborg Margrét Friðjónsdóttir, látin.
2. Ella Dóra Ólafsdóttir húsfreyja, rithöfundur í Bolungarvík, f. 17. janúar 1944. Maður hennar Ólafur Ingvi Ólafsson.

Halldór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1953, lærði blikksmíði í Nýju blikksmiðjunni 1960-1964 og stundaði nám í Iðnskólanum í Reykjavík sömu ár.
Hann lærði sjúkraþjálfun í Noregi, lauk prófi 1978.
Halldór stofnaði Borgarblikksmiðjuna ásamt tveim öðrum 1964 og ráku þeir hana í nokkur ár.
Hann flutti til Noregs 1969 og bjó þar síðan, síðast í Þrándheimi. Hann starfaði þar við sjúkraþjálfun.
Halldór eignaðist barn með Esther 1956, en það lést 1959.
Þau Herborg Margrét giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Halldór lést 1992, jarðsettur í Bolungarvík.

I. Barnsmóðir Halldórs er Jóhanna Ester Sigmundsdóttir, f. 3. september 1939.
Barn þeirra:
1. Erna María Halldórsdóttir, f. 30. apríl 1957, d. 1959.

II. Kona Halldórs, (19. janúar 1958, skildu), var Herborg Halíma Friðjónsdóttir, f. 20. nóvember 1937, d. 7. september 2015. Foreldrar hennar voru Friðjón Stefánsson rithöfundur, f. 12. október 1911, d. 26. júlí 1970, og kona hans María Þorsteinsdóttir, f. 24. maí 1914, d. 4. júní 1995.
Börn þeirra:
2. Ólafur Stefán Halldórsson, f. 10. september 1958.
3. Anna María Halldórsdóttir, f. 18. maí 1963.
4. Erna María Halldórsdóttir, f. 15. desember 1964.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blikksmiðasaga Íslands. Gunnar M. Magnúss. Félag blikksmiða, Félag blikksmiðjueigenda. 1980.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.