Erla Guðjónsdóttir (Jómsborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Erla Guðjónsdóttir frá Jómsborg, húsfreyja í Bandaríkjunum fæddist 20. september 1933 í Jómsborg og lést 1. janúar 1966 í Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson sjómaður, matsveinn frá Vesturholtum í Rangárvallasýslu, síðar í Eyjum, f. 3. nóvember 1905, d. 22. janúar 1965, og sambýliskona hans Karólína Björnsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1906, d. 14. október 2003.

Börn Guðjóns og Karólínu:
1. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 5. janúar 1932 á Lágafelli, d. 3. desember 2014.
2. Erla Guðjónsdóttir, f. 20. september 1933 í Jómsborg, d. 1. janúar 1966.
3. Kristinn Björn Guðjónsson, f. 4. febrúar 1935 í Brautarholti, d. 31. júlí 2015.
4. Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. 14. nóvember 1937 í Vinaminni.
Hálfsystir þeirra, barn Karólínu er
5. Alda Andrésdóttir bankafulltrúi í Hveragerði f. 28. (prþjb. 24.) apríl 1928 á Miðhúsum.

Erla var með foreldrum sínum í Jómsborg 1933, í Brautarholti 1935 og síðan í Vinaminni til um 1944. Þá fluttust þau á Selfoss.
Hún eignaðist Hlíf Önnu 1951. Hún var ættleidd af Dagfinni Birni Einarssyni og Sigfríði Sigfúsdóttur.
Erla giftist til Bandaríkjanna og bjó þar, lést 1966.

I. Barnsfaðir Erlu var Benedikt Þorbjörnsson, f. 8. apríl 1931, d. 8. febrúar 1959.
Barn þeirra var
1. Hlíf Anna Dagfinnsdóttir, f. 7. febrúar 1951.

II. Maður Erlu var Michael.
Börn þeirra:
1. Michael John, f. 1957.
2. Adam Jerry, f. 1959.
3. Carolina Mary, f. 1962.


Heimildir

  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Niðjatal Margrétar Guðlaugsdóttur og Jóns Jóngeirssonar frá Vesturholtum. Jóna Björg Guðmundsdóttir og Ólafur Jónsson tóku saman.Vestmannaeyjum í janúar 1995.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.