Alda Andrésdóttir (Nýhöfn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Alda Andrésdóttir bankafulltrúi í Hveragerði fæddist 28. (prþjb. 24.) apríl 1928 á Miðhúsum.
Móðir hennar var Árný Karólína Björnsdóttir, þá vinnukona á Miðhúsum, f. 16. desember 1906, d. 14. október 2003.

Hálfsystkini Öldu, börn Karólínu og Guðjóns Jónssonar:
1. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 5. janúar 1932 á Lágafelli, d. 3. desember 2014.
2. Erla Guðjónsdóttir, f. 20. september 1933 í Jómsborg, d. 1. janúar 1966.
3. Kristinn Björn Guðjónsson, f. 4. febrúar 1935 í Brautarholti, d. 31. júlí 2015.
4. Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. 14. nóvember 1937 í Vinaminni.

Alda fylgdi móður sinni í Eyjum. Hún var með henni í Nýhöfn 1930, á Lágafelli 1932, í Jómsborg 1933, í Brautarholti 1935 og síðan í Vinaminni til um 1944.
Alda var í Kvöldskóla iðnaðarmanna um skeið, en fluttist til starfa á Selfossi 16-17 ára.
Hún eignaðist Gunnar Þór með Kára Gunnarssyni 1946, giftist Pétri Þórðarsyni og bjó með honum í Hveragerði í um 60 ár.
Hún var bankafulltrúi í Búnaðarbankanum þar. Einnig tók hún virkan þátt í félagsmálum, var t.d formaður félags eldri borgara þar og sat í ýmsum nefndum.

I. Barnsfaðir hennar var Kári Gunnarsson leigubílstjóri, f. 9. mars 1921, d. 8. febrúar 1995.
Barn þeirra:
1. Gunnar Þór Kárason, f. 6. september 1946.

II. Maður Öldu, (7. júní 1950), var Ingvar Pétur Þórðarson bifreiðastjóri, f. 2. maí 1929, d. 11. september 2006.
Börn þeirra:
2. Pétur Ingvar Pétursson kennari, bankastarfsmaður, f. 3. maí 1950.
3. Hanna María Pétursdóttir prestur, f. 22. apríl 1954.
4. Magnús Pétursson rafvirki, f. 31. maí 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.