Erla Einarsdóttir (Viðey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Erla Einarsdóttir.

Erla Einarsdóttir frá Viðey, húsfreyja, verkakona fæddist 17. desember 1927 á Hóli í Fáskrúðsfirði og lést 19. apríl 2015 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Einar Björnsson formaður á Fáskrúðsfirði, síðar sjómaður í Eyjum, f. 14. ágúst 1894, drukknaði 12. janúar 1941, og kona hans Sigurlaug Guðmundsdóttir húsfreyja og verkakona í Viðey, f. 11. september 1895, d. 14. febrúar 1980.

Börn Sigurlaugar og Einars:
1. Sigurbjörn Guðlaugur Einarsson sjómaður, f. 2. desember 1919, d. 22. september 1966.
2. Alfreð Einarsson verkamaður, f. 6. desember 1921, d. 1. október 2013.
3. Erla Einarsdóttir húsfreyja, f. 17. desember 1927, d. 19. apríl 2015.
4. Stefán Einarsson verkamaður, f. 6. júlí 1931, d. 12. febrúar 1980.
5. Elsa Guðjóna Einarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 30. janúar 1936, d. 26. febrúar 2009.
Móðursystkini Elsu voru:
1. Páll Jóhannes Guðmundsson, f. 29. janúar 1898, d. 1. maí 1955.
2. Guðný Petra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1900, d. 30. desember 1976.
3. Friðjón Guðmundsson, f. 17. apríl 1909, d. 10. janúar 1981.
Fósturbörn Snjólaugar og Guðmundar:
4. Kristín Stefánsdóttir, f. 13. júlí 1916, d. 16. maí 2001.
5. Snjólaug Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1910, d. 25. mars 1973. Hún var síðast búsett á Akureyri.

Erla var með foreldrum sínum og flutti með þeim til Eyja 1939, bjó með þeim í Viðey. Faðir hennar lést af slysförum 1941. Hún var með móður sinni á Skildingavegi 1942 og 1947.
Erla vann ýmis störf, en mest við fiskvinnslu og heimilisþjónustu.
Þau Sveinbjörn giftu sig 1948, eignuðust sex börn. Þau fluttu til Akureyrar, sumarið 1948, bjuggu þar til 1969, fluttu þá til Eyja, bjuggu í Víðidal, fluttu til Reykjavíkur í Gosinu 1973, aftur til Eyja, en til Akureyrar 1978.
Eftir lát Sveinbjörns 1999 flutti Erla til Reykjavíkur.
Hún lést 2015.

I. Maður Erlu, (17. desember 1948), var Sveinbjörn Anton Jónsson frá Hlíðarhaga í Eyjafjarðarsveit, bifreiðastjóri, framkvæmdastjóri, f. 26. júní 1925, d. 29. júní 1999.
Börn þeirra:
1. Jón Sveinbjörnsson, f. 27. febrúar 1949. Kona hans Heiða Grétarsdóttir.
2. Einar Sveinbjörnsson, f. 10. maí 1950. Kona hans Þórey Sveinsdóttir.
3. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, f. 4. júní 1951. Maður hennar Sverrir Sveinsson.
4. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, f. 8. desember 1953. Barnsmóðir hans Regína Helgadóttir.
5. Elsa Birna Sveinbjörnsdótttir, f. 3. júlí 1955. Fyrrum maður hennar Sigurður Guðmundsson. Unnusti hennar Guðmundur Halldórsson.
6. Bjarni Sveinbjörnsson, f. 18. febrúar 1963. Kona hans Halla Kristjana Halldórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.