Þórey Sveinsdóttir (Skálholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórey Sveinsdóttir frá Skálholti-eldra, húsfreyja fæddist 1. september 1951.
Foreldrar hennar voru Sveinn Hjörleifsson frá Skálholti, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 1. ágúst 1927, d. 4. janúar 2004, og kona hans Aðalheiður Maggý Pétursdóttir frá Ólafsfirði, húsfreyja, f. 27. mars 1930, d. 26. september 2007.

Börn Aðalheiðar Maggýjar og Sveins:
1. Þóra Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1948. Maður hennar Henry Ágúst Erlendsson, látinn.
2. Þórey Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1951. Maður hennar Einar Sveinbjörnsson, látinn.
3. Hjörleifur Sveinsson yngri, sjómaður, f. 27. desember 1954, d. 18. ágúst 2019. Fyrri konur hans Sigríður Lovísa Sigurðardóttir og Dagný Björt Konráðsdóttir.
4. Ólafur Pétur Sveinsson verkamaður, f. 30. maí 1958, d. 12. febrúar 2004, ókv.
5. Kristbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1965. Maður hennar Pétur Fannar Hreinsson.

Þórey var með foreldrum sínum, í Skálholti-eldra og á Hólagötu 36.
Hún vann við fiskiðnað.
Þau Einar giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Skálholti við Landagötu 22 við Gos 1973, fluttu til Akureyrar við Gosið, til Danmerkur við nám Einars og síðan til Reykjavíkur.

I. Maður Þóreyjar, (24. október 1970), var Einar Sveinbjörnsson frá Akureyri, vélvirki, rekstartæknifræðingur, innkaupastjóri, verkefnastjóri, f. 10. maí 1950, d. 22. nóvember 2017.
Börn þeirra:
1. Heiðar Einarsson verkfræðingur, f. 8. febrúar 1971. Kona hans Karítas Eggertsdóttir.
2. Erla Einarsdóttir viðskiptafræðingur, 22. nóvember 1976. Maður hennar Christian Friðrik Burrell.
3. Björk Einarsdóttir arkitekt í Þýskalandi, f. 3. janúar 1980. Maður hennar Alexander Stumpp.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.