Kristín Stefánsdóttir (Búðarfelli)
Kristín Stefánsdóttir frá Búðarfelli, húsfreyja, síðast í Reykjavík, fæddist 13. júlí 1916 á Fáskrúðsfirði og lést 16. maí 2001.
Foreldrar hennar voru Stefán Júlíus Jónsson sjómaður, f. 1. júlí 1887, d. 3. nóvember 1953 og Ólafía Björg Jónsdóttir, síðar húsfreyja á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði, f. 2. desember 1892, d. 25. júní 1964.
Fósturforeldrar Kristínar voru Guðmundur Mikkelsson, f. 4. apríl 1871, d. 28. febrúar 1952, og kona hans Snjólaug Jónsdóttir, f. 20. apríl 1871, d. 26. júlí 1950, hjón á Fáskrúðsfirði, síðar á Búðarfelli.
Kristín var systir Björgvins Sigurðar Stefánssonar sjómanns, f. 26. janúar 1915, d. 23. september 1967 og sammædd Lilju Guðjónsdóttur húsfreyju, konu Sigurðar Þórðarsonar útgerðarmanns og Þorleifs Braga Guðjónssonar verkamanns.
I. Barnsfaðir Kristínar var Óskar Henry Herulf Franzson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 1. apríl 1912 á Dalvík, d. 13. nóvember 1990.
Barn þeirra var:
1. Brynja Reyndal Henrýsdóttir Alvarez, f. 7. janúar 1934, d. 19. júlí 1996.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Magnús Haraldsson.
- Manntöl.
- Stefán Runólfsson.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.