Rúnar Guðjón Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Rúnar Einar Guðjónsson.

Rúnar Guðjón Einarsson frá Baldurshaga, sjómaður, stýrimaður, vélstjóri fæddist 22. júní 1953 og lést 3. nóvember 2023 á Hjúkrunarheimili Vopnafjarðar.
Foreldrar hans voru Einar Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, bifreiðastjóri, verkamaður, f. 16. júní 1912, d. 10. mars 2004, og kona hans Guðríður Konráðsdóttir frá Ólafsvík á Snæfellsnesi, húsfreyja, f. þar 28. maí 1914, d. 16. nóvember 2005.

Barn Guðríðar og Þórarins Helga Jónssonar:
1. Jóna Guðrún Þórarinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. apríl 1936. Maður hennar, skildu, var Arnar Semingur Andersen. Börn Guðríðar og Einars:
2. Þráinn Einarsson fjármálastjóri, skrifstofustjóri, framkvæmdastjóri, umboðsmaður, f. 20. nóvember 1942. Hann var kjörsonur. Kona hans Svava Sigríður Jónsdóttir.
3. Rúnar Guðjón Einarsson sjómaður, stýrimaður, vélstjóri á Hámundarstöðum í Vopnafirði, f. 22. júní 1953, d. 3. nóvember 2023. Barnsmóðir hans Elsa Hákonardóttir. Kona hans Gunnhildur Steinvör Ásmundsdóttir.

Rúnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum, lauk 1. bekk í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og 1. bekk í Vélskólanum.
Rúnar varð snemma sjómaður, var m.a. á Sæljóni RE, Bergvík KE, Ljósafelli frá Fáskrúðsfirði og Brettingi frá Vopnafirði. Hann stundaði síðan strandveiðar á Hólmi frá Vopnafirði.
Rúnar eignaðist barn með Elsu 1973.
Þau Gunnhildur giftu sig, áttu ekki börn saman.

I. Barnsmóðir Rúnars er Elsa Hákonardóttir, f. 24. febrúar 1956.
Barn þeirra:
1. Jörundur Orri Rúnarsson bakari, einkaþjálfari, sjómaður, f. 7. júní 1973. Kona hans Elma Björk Bjartmarsdóttir.

II. Kona Rúnars, (2004), er Gunnhildur Steinvör Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1956. Foreldrar hennar voru Ásmundur Jónsson sjómaður, f. 20. janúar 1928, d. 7. september 1958, og kona hans Inga Sigríður Kristmundsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1931, d. 5. október 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.