Kristinn Friðriksson (Látrum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristinn

Brynjólfur Kristinn Friðriksson fæddist í Vestmannaeyjum 2. júlí 1911 og lést 1. apríl 1984. Foreldrar hans voru Sigurína Katrín Brynjólfsdóttir og Friðrik Jónsson formaður. Voru þau kennd við heimili þeirra Látra við Vestmannabraut 44.

Árið 1934 kvæntist hann Önnu Einarsdóttur frá London í Vestmannaeyjum. Hún lést árið 1979. Eignuðust þau þrjú börn, Ernu, Einar Friðrik og Sigríði. Sama ár og Kristinn og Anna kvæntust byggði Kristinn veglegt hús við Urðaveg 42 í Vestmannaeyjum. Það hús fór undir hraun í Heimaeyjargosinu.

Um 1940 kaupir hann, ásamt Ármanni bróður sínum, vélbátinn Gunnar Hámundarson. Varð Ármann skipstjóri en Kristinn landformaður þar sem hann meðal annars beitti sjálfur. Þeir bræður nefndu bátinn Friðrik. Þremur árum seinna fóru þeir út í nýsmíði á öðrum bát sem þeir nefndu Friðrik Jónsson.

Myndir af Kristni með vinum og ættingjum


Heimildir

  • Einar J. Gíslason. Minningargrein um Kristin Friðriksson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1985.