Þuríður Einarsdóttir (London)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þuríður Einarsdóttir frá London, húsfreyja fæddist 31. desember 1910 á Geirlandi og lést 30. janúar 1988.
Foreldrar hennar voru Einar Símonarson útgerðarmaður, sjómaður, f. 23. október 1874 í Miðey í A-Landeyjum, d. 23. mars 1936, og kona hans Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1992 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, d. 9. desember 1939.

Börn Sigríðar og Einars voru:
1. Þuríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 31. desember 1910, d. 30. janúar 1988.
2. Anna Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1913, d. 4. desember 1979.
3. Sesselja Einarsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1921, d. 29. október 2009.

Þuríður var með foreldrum sínum í æsku, á Geirlandi og í London. Þau Guðjón giftu sig 1935 og bjuggu í London meðan þau dvöldu í Eyjum, en fluttust til Reykjavíkur 1944. Þau eignuðust fjögur börn, þrjú í Eyjum og eitt í Reykjavík.
I. Maður Þuríðar, (11. maí 1935), var Guðjón Þorkelsson frá Sandprýði, formaður í London.
Börn þeirra:
1. Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 30. júní 1935 í London. Maður hennar er Haraldur Hamar.
2. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. mars 1937 í London. Maður hennar Eðvar Ólafsson.
3. Rut Guðjónsdóttir bankaritari, f. 15. júlí 1940 í London. Maður hennar Bjarni Mathiesen.
4. Gylfi Guðjónsson arkitekt, f. 27. ágúst 1947 í Reykjavík. Kona hans Kristín Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.