Sesselja Einarsdóttir (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sesselja Einarsdóttir.

Sesselja Einarsdóttir frá London, húsfreyja, hárgreiðslumeistari fæddist þar 19. febrúar 1921 og lést 29. október 2009 á hjúkrunarheimilinu Eir.
Foreldrar hennar voru Einar Símonarson útgerðarmaður, sjómaður, f. 23. október 1874 í Miðey í A-Landeyjum, d. 23. mars 1936, og kona hans Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1992 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, d. 9. desember 1939.

Börn Sigríðar og Einars voru:
1. Þuríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 31. desember 1910, d. 30. janúar 1988.
2. Anna Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1913, d. 4. desember 1979.
3. Sesselja Einarsdóttir húsfreyja,f. 19. febrúar 1921, d. 29. október 2009.

Sesselja var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést, er hún var 15 ára.
Hún vann verslunarstörf, fluttist til Reykjavíkur 1939.
Sesselja lærði hárgreiðslu í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist árið 1942, fékk síðar meistararéttindi.
Sesselja giftist Gunnari 1942, eignaðist með honum þrjú börn.
Hún vann að hluta við iðn sína, var annars heimavinnandi húsmóðir til ársins 1970, en vann þá hjá Íslensk-Ameríska verslunarfélaginu. Árið 1971 hóf hún störf í Holtsapóteki og vann þar fram á haust 1993.
Gunnar lést 1992. Sesselja dvaldi að síðustu á hjúkrunarheimilinu Eir og lést þar 2009.

I. Maður Sesselju, (1942), var Gunnar Marteinsson kaupmaður, síðar starfsmaður Pósts og síma, f. 1. mars 1921, d. 31. maí 1992. Foreldrar hans voru Marteinn Einarsson kaupmaður, f. 25. febrúar 1890, d. 24. janúar 1958 og kona hans Guðrún Karitas Magnúsdóttir, f. 9. desember 1895, d. 19. apríl 1922.
Börn þeirra:
1. Edda Sigrún Gunnarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, flugfreyja, f. 16. apríl 1943. Maður hennar er Þórður Sigurðsson.
2. Guðrún Gunnarsdóttir húsfreyja, flugfreyja, bókasafnsfræðingur, bókasafnsupplýsingamaður, f. 29. nóvember 1949. Maður hennar er Sigurjón Sigurðsson.
3. Marteinn Gunnarsson tannsmíðameistari, f. 28. mars 1958. Kona hans, (skilin), var Ingunn Steinþórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.