Friðsteinn Guðmundur Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Friðsteinn Guðmundur Jónsson stýrimaður í Reykjavík, fæddist 27. ágúst 1859 í Fagurlyst og lést 29. febrúar 1904 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Ásgrímsson tómthúsmaður, þá fyrirvinna í Fagurlyst, síðar kvæntur móður hans, f. 25. október 1829 í Efri-Mörk á Síðu, d. 11. júní 1866, og barnsmóðir Jóns og síðar kona hans Hólmfríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Fagurlyst, frá Miðbæli undir Eyjafjöllum, f. 1828, d. 6. júlí 1866.

Friðsteinn Guðmundur var tveggja ára með móður sinni og föður í Fagurlyst 1860. Faðir hans dó 1866 og móðir hans 25 dögum síðar. Fór hann þá í fóstur til Margrétar Jónsdóttur ekkju Jóns Hannessonar í Nýja-Kastala, móður Hannesar lóðs.
Árið 1868 fór hann í fóstur að Hæðargarði í Landbroti í V-Skaftaf.sýslu og var þar til ársins 1870, þá á Kársstöðum þar 1870-1874. Hann var smali í Hörgsdal á Síðu 1874-1877, vinnumaður á Prestsbakka þar 1877-1878, á Kálfafelli í Fljótshverfi 1879-1880.
Þá fór hann aftur til Eyja.
Friðsteinn kvæntist í Reykjavík Ástríði Hannesdóttur og eignuðust þau 8 börn.
Hann var sjómaður, var stýrimaður á skútu. Veiktist hann af lungnabólgu, komst til lands og lést skömmu síðar 29. febrúar 1904.

Kona Friðsteins Guðmundar, (1887), var Ástríður Hannesdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. júní 1865, d. 13. apríl 1957.

Börn Friðsteins og Ástríðar:
1. Kristín Friðsteinsdóttir, f. 13. nóvember 1887, 27. ágúst 1888.
2. Jónea Hólmfríður Friðsteinsdóttir, f. 24. ágúst 1889, d. 18. maí 1967.
3. Ágústa Friðsteinsdóttir, f. 13. ágúst 1891, d. 10. ágúst 1977.
4. Hannes Friðsteinsson, f. 3. janúar 1894, d. 27. júlí 1977.
5. Kristín Friðsteinsdóttir, f. 27. júlí 1896, d. 23. apríl 1981.
6. Fríðsteinn Ástvaldur Friðsteinsson, f. 10. september 1899, d. 27. júní 1991. Hann var faðir Ástríðar konu Hávarðar Birgis Sigurðssonar.
7. Björgvin Kristinn Friðsteinsson, f. 6. október 1901, d. 7. febrúar 1925.
8. Karólína Friðsteinsdóttir, f. 6. maí 1903, d. 22. apríl 1970.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.