Einar Einarsson (Frydendal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Einar Einarsson vinnumaður fæddist 28. ágúst 1853 og lést 9. ágúst 1888.
Foreldrar hans voru Einar Guðmundsson frá Norðurgarði, síðar bóndi á Steinsstöðum, f. 26. mars 1834 á Skíðbakka í A-Landeyjum, hrapaði til bana 27. maí 1888, og barnsmóðir hans Geirdís Þórðardóttir vinnukona, f. 13. mars 1821 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 1. febrúar 1893.

Einar átti mikinn ættbálk í Eyjum.
Móðursystkini hans voru:
1. Vilborg Þórðardóttir húsfreyja í Elínarhúsi,
2. Sveinn Þórðarson tómthúsmaður í Brandshúsi,
3. Þorbjörn Þórðarson í Svaðkoti.
Ömmusystkini hans voru:
4. Vigdís Þorbjörnsdóttir í Svaðkoti.
5. Eyjólfur hreppstjóri á Búastöðum.
6. Árni Þorbjörnsson bóndi á Kirkjubæ.

Föðursystkini Einars Einarssona, sem búsett voru í Eyum:
1. Guðmundur húsmaður á Kirkjubæ, f. 30. mars 1827, d. 16. febrúar 1865, kvæntur Guðríði Oddsdóttur.
2. Sæmundur húsmaður á Vilborgarstöðum, f. 9. júlí 1837, d. 18. október 1890, fyrr kvæntur Ástríði Hjaltadóttur, síðar Guðbjörgu Árnadóttur.

Ömmusystir Einars Einarssonar var
Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 26. nóvember 1799, d. 29. mars 1883, kona Jóns Jónssonar bónda, f. 1. mars 1791, hrapaði til bana 21. ágúst 1851.

Hálfsystkini Einars Einarssonar:
Börn Einars föður hans með Valgerði Jónsdóttur frænku sinni frá Norðurgarði, f. 20. ágúst 1832, d. 7. október 1896:
1. Ingibjörg Einarsdóttir, f. 8. mars 1854, d. 24. apríl 1905.
2. Jón Einarsson á Garðstöðum, f. 27. janúar 1857, d. 10. október 1906. Kona hans var Ingibjörg Hreinsdóttir húsfreyja.

Barn Einars á Steinsstöðum með konu sinni Kristínu Jónsdóttur húsfreyja, f. 2. september 1832, d. 21. desember 1903 var
3. Ástríður Einarsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 10. október 1857 í Eyjum, d. 20. júlí 1919, kona Sigurðar Jónssonar verkamanns á Löndum, f. 29. október 1859, d. 10. ágúst 1932.

Einar var í Götu 1853 með móður sinni, í Grímshjalli 1855 og 1856, í Þorlaugargerði 1858-1860, á Ofanleiti 1861, með giftri móður sinni í Helgahjalli 1863, í Þórðarhjalli 1864-1865, í Háagarði 1866 og 1867, í Ólafshúsahjalli 1868.
Hann var léttadrengur í Frydendal 1869 og 1870, í Elínarhúsi 1987-1873, í Frydendal 1874-1875.
Einar var holdsveikur og varð óvinnufær um 22 ára aldur. Eftir það var hann á sveitarframfæri.
Hann var niðursetningur í Frydenal 1876, þá 23 ára, á Vesturhúsum 1877-1880, í Elínarhúsi 1881-1887og þar við andlát 1888, tæpra 35 ára.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.