Árni Þorbjörnsson (Kirkjubæ)
Árni Þorbjörnsson bóndi á Kirkjubæ fæddist 13. mars 1799 og lést 1. ágúst 1843.
Faðir hans var Þorbjörn bóndi í Ásólfsskála þar 1801, f. 1761, Árnason, f. um 1732, Þorbjörnssonar, og konu Árna Vigdísar Jónsdóttur húsfreyju, f. 1734, d. 23. nóvember 1802.
Móðir Eyjólfs og kona Þorbjörns var Vilborg húsfreyja, f. um 1764, d. 2. nóvember 1826, Tómasdóttir bónda í Aurgötu, f. 1724, Þorsteinssonar, og konu Tómasar Geirdísar Símonardóttur, f. 1734, d. 31. janúar 1791.
Árni var bróðir
1. Eyjólfs Þorbjörnssonar hreppstjóra á Búastöðum og
2. Vigdísar Þorbjörnsdóttur húsfreyju í Svaðkoti.
Systurbörn Árna í Eyjum voru
1. Vilborgar Þórðardóttir húsfreyja í Elínarhúsi,
2. Geirdís Þórðardóttir húsfreyja í París,
3. Þorbjörn Þórðarson vinnumaður, sjómaður frá Svaðkoti og
4. Sveinn Þórðarson tómthúsmaður í Brandshúsi.
Árni var vinnumaður á Kirkjubæ 1816, bóndi þar 1818 og síðan til dd.
Kona Árna, (8. júní 1817), var Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1792, d. 1. maí 1861. Hann var þá 18 ára, en hún 22 ára.
Þau Margrét eignuðust 12 börn. Ellefu þeirra dóu á fyrstu dögum og vikum og eitt 19 ára.
Börn þeirra hér:
1. Þorbjörn Árnason, f. 20. ágúst 1818, d. 5. september 1818 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
2. Vilborg Árnadóttir, f. 25. ágúst 1819, d. 3. september 1819 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
3. Magnús Árnason, f. 29. mars 1821, d. 24. apríl 1821 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
4. Ingveldur Árnadóttir, f. 11. júní 1822, d. 18. júní 1822 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
5. Sesselja Árnadóttir, f. 27. október 1823, d. 4. nóvember 1823 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
6. Tómas Árnason, f. 16. janúar 1825, d. 15. apríl 1828, úr „kæfandi“ sjúkdómi.
7. Árni Árnason, f. 27. júní 1826, d. 6. ágúst 1826 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
8. Sveinn Árnason, f. 7. apríl 1828, d. 15. apríl 1828 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
9. Tómas Árnason, f. 16. ágúst 1829, d. 22. ágúst 1829 úr „Barnaveiki“.
10. Guðmundur Árnason vinnumaður á Gjábakka, f. 29. desember 1830, d. 25. ágúst 1850.
11. Árni Árnason, f. 25. júní 1832, d. 22. júlí 1832 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
12. Jóhanna Árnadóttir, f. 17. október 1834, d. 25. október 1834 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.