Sveinn Þórðarson (Brandshúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sveinn Þórðarson tómthúsmaður í Brandshúsi fæddist 1824 á Kvíhólma u. Eyjafjöllumog lést 10. júlí 1860.
Faðir hans var Þórður bóndi á Hjáleigusöndum og Hvammi u. Eyjafjöllum, f. 1782 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 27. júlí 1838 á Hjáleigusöndum, Sveinsson bónda, síðast á Hryggjum í Mýrdal, f. 1758, d. 20. október 1838 á Skeiðflöt í Mýrdal, Eyjólfssonar bónda á Hvoli í Mýrdal og Áshól u. Eyjafjöllum, f. 1715, og fyrri konu Eyjólfs, Þórunnar húsfreyju, f. 1716, Sigurðardóttur.
Móðir Þórðar á Hjáleigusöndum og kona Sveins á Hryggjum var Guðrún húsfreyja, f. 1760 í Kálfholti í Holtum, d. 7. júlí 1838 á Skeiðflöt, Þórðardóttir prests í Kálfholti, f. 1727, d. 20. desember 1770, Sveinssonar, og konu sr. Þórðar, Guðfinnu húsfreyju, f. 1734, d. 23. ágúst 1824, Þorsteinsdóttur.

Móðir Sveins í Brandshúsi og síðari kona Þórðar á Hjáleigusöndum var Ólöf húsfreyja, f. 1789, d. 16. apríl 1859, Þorbjörnsdóttir bónda í Ásólfsskála 1801, f. 1761, Árnasonar, f. um 1732, Þorbjörnssonar, og konu Þorbjörns í Ásólfsskála, Vilborgar húsfreyju, f. 1764, d. 2. nóvember 1826, Tómasdóttur bónda í Aurgötu, f. 1724, Þorsteinssonar og konu Tómasar Geirdísar Símonardóttur, f. 1734, d. 31. janúar 1791.

Sveinn var bróðir
1. Vilborgar Þórðardóttur húsfreyju í Elínarhúsi,
2. Þorbjörns Þórðarsonar í Svaðkoti,
3. Geirdísar Þórðardóttur í París,
og var systursonur
4. Vigdísar Þorbjörnsdóttur í Svaðkoti,
5. Eyjólfs hreppstjóra á Búastöðum og
6. Árna Þorbjörnssonar bónda á Kirkjubæ.

Sveinn var með foreldrum sínum á Hjáleigusöndum u. Eyjafjöllum 1835 og með ekkjunni móður sinni þar 1840.
Hann var vinnumaður hjá Gísla Jónssyni bónda í Presthúsum 1845.
Sveinn var fyrirvinna hjá ekkjunni Ingveldi Guðbrandsdóttur í Brandshúsi 1846, kvæntur henni 1847, kvæntur tómthúsmaður þar, fór frá Juliushaab til Kaupmannahafnar 1849, og ekki getið síðan fyrr en 1859 og þá skráð á spássíu „í bið..“. Hann „kom frá betrunarhúsinu í Kaupmannahöfn“ 1859 og var til heimilis í Brandshúsi við andlát 1860. Ingveldur var skráð gift kona í Brandshúsi til 186o, ekkja til 1862.

Kona Sveins, (18. júlí 1847), var Ingveldur Guðbrandsdóttir húsfreyja í Brandshúsi, ekkja eftir Brand Eiríksson. Hún var fædd 23. júlí 1808, d. 29. júlí 1863.
Barn þeirra Ingveldar var
1. Ólöf Sveinsdóttir, f. 25. september 1847, d. 3. október 1847 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.