Eggert Sigurlásson (Reynistað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eggert Sigurlásson frá Reynistað bólstrari fæddist 20. febrúar 1929 á Rafnseyri, (Kirkjuvegi 12) og lést 29. ágúst 1978.
Foreldrar hans voru Sigurlás Þorleifsson sjómaður, verkamaður, f. 13. ágúst 1893, d. 26. nóvember 1980, og kona hans Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. október 1907, d. 27. júlí 1992.

Barn Þuríðar og Ólafs Jónssonar:
1. Margrét Sigurlaug Ólafsdóttir, f. 31. júlí 1926 í Djúpadal í Hvolhreppi, d. 13. apríl 2015.

Börn Þuríðar og Sigurláss:
2. Eggert Sigurlásson, f. 20. febrúar 1929 á Rafnseyri, (Kirkjuvegi 12), d. 29. ágúst 1978.
3. Þorleifur Sigurlásson, f. 16. mars 1930 á Rafnseyri, d. 31. júli 2021.
4. Anna Sigurlásdóttir, f. 18. janúar 1933 á Hálsi v. Brekastíg, d. 2. janúar 2010.
5. Kristín Sigurlásdóttir, f. 28. apríl 1935 á Reynistað, d. 27. október 2020.
6. Ásta Sigurlásdóttir, f. 5. febrúar 1937 á Reynistað, d. 29. mars 2015.
7. Ólöf Sigurlásdóttir, f. 11. janúar 1939 á Reynistað.
8. Jóna Sigurlásdóttir, f. 11. júlí 1940 á Reynistað, d. 10. febrúar 2018.
9. Gústaf Sigurlásson, f. 19. september 1941 á Reynistað.
10. Helgi Sigurlásson, f. 8. janúar 1944 á Reynistað.
11. Andvana drengur, tvíburabróðir Helga, f. 8. janúar 1944.
12. Reynir Sigurlásson, f. 6. janúar 1946 á Reynistað, d. 1. mars 1979.
13. Erna Sigurlásdóttir, f. 23. september 1947 á Reynistað, d. 19. júní 1989.
14. Margrét Sigurlásdóttir, f. 1. janúar 1949 á Reynistað.
15. Geir Sigurlásson, f. 1. apríl 1950 á Reynistað.
16. Linda Sigurlásdóttir, f. 5. mars 1955 á Reynistað.

Barn Sigurláss og fyrri konu hans Rannveigar Guðlaugar Magnúsdóttur:
17. Margrét Freyja Sigurlásdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. júní 1921, d. 6. mars 1960.

Börn Sigurláss og Aðalheiðar Gísladóttur:
18. Hulda Sigurlásdóttir, f. 2. apríl 1924. Hún var í Langagerði í Hvolhreppi 1930, d. 31. október 2017.
19. Baldur Sigurlásson sjómaður, f. 26. júlí 1926, d. 28. júlí 1980.

Eggert var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam húsgagnabólstrun í Reykjavík og vann við þá iðn sína. Eggert var afreksmaður í íþróttum, var fremsti millivegalengdahlaupari landsins á sínum tíma.
Þau Svanhvít giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Faxastíg 8, en síðar á Brimhólabraut 34.
Eggert lést 1978 og Svanhvít 2020.

I. Kona Eggerts, (5. apríl 1954), var Svanhvít Kjartansdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1933, d. 12. ágúst 2020.
Börn þeirra:
1. Kjartan Eggertsson, f. 27. september 1954, d. 28. júlí 1977 af slysförumm.
2. Sigrún Eggertsdóttir, f. 13. október 1955. Fyrrum maður hennar Frank Paulin. Sambýlismaður Ólafur Gunnarsson.
3. Hildur Eggertsdóttir, f. 17. apríl 1964. Kona hennar Huldís Franksdóttir.
4. Hjalti Eggertsson, f. 4. maí 1971. Kona hans Sigríður Margrét Helgadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.