Svanhvít Kjartansdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Svanhvít Kjartansdóttir.

Svanhvít Kjartansdóttir húsfreyja fæddist 1. mars 1933 á Höfðabrekku og lést 12. ágúst 2020 á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Kjartan Jónsson frá Drangshlíðardal u. Eyjafjöllum, sjómaður, skipstjóri, vélsmiður, f. 13. ágúst 1904, d. 2. júní 1978, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 8. apríl 1905, d. 14. mars 1987.

Svanhvít var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1950, nam í Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði.
Svanhvít vann hjá Rafveitunni í Eyjum. Meðan Eggert lærði iðn sína í Reykjavík vann Svanhvít á sumastofu þar.
Á yngri árum spilaði Svanhvít á gítar og söng með sveitinni Eyjadætrum. Hún lék einnig handbolta.
Við Gosið 1973 fluttu þau í Mosfellsbæ og þar vann Svanhvít á Reykjalundi, en síðar í verslun þar.
Eftir flutning á Selfoss 1980 vann hún hjá Kaupfélagi Árnesinga og í Sólvallaskóla.
Þau Eggert giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Faxastíg 8, en síðar á Brimhólabraut 34.
Þau fluttu í Mosfellsbæ við Gosið 1973, byggðu þar hús, bjuggu þar . Eggert lést 1978.
Þau Þráinn giftu sig, bjuggu í Lambhaga 20.
Svanhvít lést 2020.

Svanhvít var tvígift.
I. Fyrri maður Svanhvítar, (5. apríl 1954), var Eggert Sigurlásson frá Reynistað, húsgagnabólstrari, afreksmaður í íþróttum, f. 20. febrúar 1929, d. 29. ágúst 1978.
Börn þeirra:
1. Kjartan Eggertsson, f. 27. september 1954, d. 28. júlí 1977 af slysförum.
2. Sigrún Eggertsdóttir, f. 13. október 1955. Fyrrum maður hennar Frank Paulin. Sambýlismaður Ólafur Gunnarsson.
3. Hildur Eggertsdóttir, f. 17. apríl 1964. Kona hennar Huldís Franksdóttir.
4. Hjalti Eggertsson, f. 4. maí 1971. Kona hans Sigríður Margrét Helgadóttir.

II. Síðari maður Svanhvítar er Þráinn Guðmundsson frá Landagötu 14, trésmiður, f. 24. júní 1943 í Eyjum.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.