Fríða Jónsdóttir (Reynivöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Fríða Jóhanna Jónsdóttir, húsfreyja fæddist 3. júní 1914 og lést 26. maí 1995.
Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, f. 12. janúar 1887, d. 16. maí 1969, og Halldóra Vilborg Jónsdóttir, f. 15. október 1885, d. 16. september 1977.

Fríða eignaðist barn með Jacob 1945.
Þau Jóhannes hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Reynivöllum við Kirkjuveg 66, síðan á Kirkjuvegi 9a til Goss, en fluttu þá til Grindavíkur.

I. Barnsfaðir Fríðu er Jacob Rorick, bandarískur hermaður.
Barn þeirra:
1. Ebba Unnur Jakobsdóttir, húsfreyja, f. 23. febrúar 1945. Maður hennar Jónas Helgi Guðjónsson, húsasmíðameistari.

II. Sambúðarmaður Fríðu var Jóhannes Guðbjartsson, 15. október 1916, d. 3. nóvember 1988.
Börn þeirra:
1. Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir, f. 5. júní 1948 á Vegbergi við Skólaveg 32. Maður hennar Guðmundur Einarsson.
2. Jón Ólafur Jóhannesson, f. 29. október 1949 á Reynivöllum. Fyrrum kona hans Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir. Kona hans Ólöf Andrésdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.