Davíð Friðgeirsson
Davíð Friðgeirsson, iðnfræðingur, byggingafræðingur fæddist 13. október 1978.
Foreldrar hans Friðgeir Þór Þorgeirsson, trésmiður, f. 29. maí 1956, og kona hans Anna Davíðsdóttir, húsfreyja, sjúkraliði, f. 17. ágúst 1955.
Börn Önnu og Friðgeirs:
1. Davíð Friðgeirsson iðnfræðingur, f. 13. október 1978 í Eyjum. Kona hans Bryndís Snorradóttir Jónssonar.
2. Guðrún Lilja Friðgeirsdóttir leikskólakennari, f. 1. mars 1983 í Eyjum. Sambúðarmaður hennar Þröstur Jóhannsson Jónssonar.
3. Þorgeir Þór Friðgeirsson sjómaður, háseti á Herjólfi, f. 14. apríl 1990 í Eyjum. Sambúðarkona hans Elín Inga Halldórsdóttir.
Þau Bryndís giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Rvk.
I. Kona Davíðs er Bryndís Snorradóttir, húsfreyja, aðstoðarskólastjóri, f. 18. maí 1980.
Börn þeirra:
1. Anna Brynja Davíðsdóttir, f. 17. febrúar 2004.
2. Snorri Þór Davíðsson, f. 6. júní 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.