Anna Davíðsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Anna Davíðsdóttir.

Anna Davíðsdóttir sjúkraliði fæddist 17. ágúst 1955.
Foreldrar hennar voru Davíð Jóhannes Helgason frá Geitagili í Örlygshöfn á Patreksfirði, verkamaður, fiskimatsmaður, f. 29. maí 1930, d. 8. apríl 2005, og kona hans Brynja Sigurðardóttir frá Hæli, húsfreyja, verkakona, f. 20. júní 1934, d. 23. september 2011.

Börn Brynju og Davíðs:
1. Anna Davíðsdóttir, f. 17. ágúst 1955. Maður hennar Friðgeir Þór Þorgeirsson.
2. Sigurður Davíðsson, f. 15. janúar 1958. Kona hans Hjördís Friðjónsdóttir.
3. Guðmunda Helga Davíðsdóttir, f. 22. september 1960.
4. Hugrún Davíðsdóttir, f. 22. júní 1963. Maður hennar Guðmundur K. Bergmann.
5. Jóhann Ingi Davíðsson, f. 21. desember 1970. Kona hans Steinunn Heba Finnsdóttir.

Anna varð gagnfræðingur, lauk sjúkraliðaprófi í Sjúkraliðaskóla Íslands 1976, sótti námskeið fyrir sjúkraliða.
Hún hefur verið sjúkraliði í Sjúkrahúsinu í Eyjum.
Þau Friðgeir giftu sig 1977, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Foldahraun 5.

I. Maður Önnu, (10. desember 1977), er Friðgeir Þór Þorgeirsson trésmiður, f. 29. maí 1956 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Davíð Friðgeirsson, f. 13. október 1978 í Eyjum.
2. Guðrún Lilja Friðgeirsdóttir, f. 1. mars 1983 í Eyjum.
3. Þorgeir Þór Friðgeirsson, f. 14. apríl 1990 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Davíðs og Brynju.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.