Blik 1957/Fjölskylda Gísla Stefánssonar, mynd
Fjölskylda Gísla Stefánssonar
útvegsmanns og kaupmanns
í Hlíðarhúsum hér í Eyjum
Aftasta röð frá vinstri:
1. Friðrik Gíslason f. 11. maí 1870.
Hann lærði myndasmíði hjá Sigfúsi Eymundssyni í Reykjavík
og gerði hana að atvinnu sinni.
Friðrik var glímumaður ágætur
og hlaut verðlaun fyrir sigursæld
í glímum. D. 15. jan 1906.
Friðrik var giftur Önnu Thomsen, verzlunarstjóra í Godthaabverzlun hér (Miðbúðinni svo kallaðri). Þau hjón bjuggu í Reykjavik og dóu þar bæði.
2. Stefán Gíslason útgerðarmaður, f. 6. ágúst 1876. Bjó mörg ár í Ási hér við Kirkjuveg og byggði síðan Sigríðarstaði, býli í Stórhöfða. Dó hér 11. jan. 1953.
3. Jes A. Gíslason, f. 28. maí 1872, hóf nám í Latínuskólanum 13 ára og lauk stúdentsprófi 1891 og kandídatsprófi í guðfræði 1893 í Reykjavík. Loks lauk hann kennaraprófi við Kennaraskóla Íslands vorið 1929.
Séra Jes var barnakennari í Austur-Landeyjum 1893—1895, vann við verzlunarstörf í Hafnarfirði 1895—1896. Það ár (1896) var honum veitt prestsembætti að Eyvindarhólum undir Austur-Eyjafjöllum og gegndi því til 1904, að honum voru veitt Mýrdalsþing.
Séra Jes fékk lausn frá embætti árið 1907. Fluttist hann þá aftur til Vestmannaeyja og gerðist verzlunarstjóri hjá Gísla J. Johnsen mági sínum. Það starf hafði séra Jes á hendi í 22 ár eða til ársins 1929. Það ár lauk hann kennaraprófi eins og áður segir og gerðist þá kennari við barnaskólann hér.
Árið 1942 hætti séra Jes kennslu, þá sjötugur að aldri. Síðan var hann bókavörður bæjarfélagsins í 7 ár (til 1949).
Fulltrúar almennings í bænum hafa á ýmsum tímum hins langa starfsdags hans falið honum mörg trúnaðarstörf.
Um áratugi var séra Jes forustumaður í goodtemplarareglunni og bindindismálum í bænum.
Séra Jes var giftur Ágústu Eymundsdóttur, bróðurdóttur Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík. Hún var ættuð frá Skjaldþingsstöðum við Vopnafjörð. Frú Ágústa var fædd að Skjaldsþingsstöðum 1873, fluttist til Reykjavíkur 9 ára gömul og ólst þar upp hjá föðurbróður sínum, Sigfúsi Eymundssyni. Frú Ágústa dó hér í Eyjum 1939, 66 ára að aldri. Þeim hjónum var 7 barna auðið og eru 4 þeirra á lífi.
4. Ágúst Gíslason, útgerðarmaður og formaður, f 15. ágúst 1874. Dó hér af slysförum 24. des. 1920.
Miðröð frá vinstri:
1. Ásdís Gísladóttir, f. 11. okt. 1878, fyrri kona Gísla J. Johnsen stórkaupmanns. Þau byggðu Breiðablik hér í Eyjum árið 1908 og bjuggu þar, meðan þau dvöldust hér. Frú Ásdís dó í Reykjavík 23. febr. 1945.
2. Guðbjörg Gísladóttir, f. 25. 8. 1880, gift Sæmundi Jónssyni fyrrv. útgerðarmanni hér.
Áður var frú Guðbjörg gift dönskum manni Aage Petersen að nafni.
3. Lárus Gíslason, dó af slysförum hér í Eyjum, drukknaði.
Lárus stundaði hér ljósmyndasmíði. Hann lærði í Reykjavík hjá Friðrik bróður sínum. Var ógiftur.
4. Jóhann Gíslason, f. 16. 7. 1883, var hér verkamaður og sjómaður. Jóhann bjó í Hlíðarhúsi hér og dó þar 1. marz 1944.
Fremsta röð frá vinstri:
1. Anna Thomsen, gift Friðrik Gíslasyni eins og fyrr segir.
Dó í Reykjavík.
2. Rebekka Gísladóttir, dó 3—4 ára gömul.
3. Gísli Stefánsson, kaupmaður að Hlíðarhúsi, verzlaði þar í norðurstofunni niðri. Fyrr var hann hér kaupfélagsstjóri.
Gísli Stefánsson var f. 1842 í Selkoti undir Eyjafjöllum, sonur Stefáns stúdents, bónda þar, og Önnu Jónsdóttur prests í Vogsósum.
Frú Anna var fædd 1804 og dó 1879.
4. Soffía Lisebet Andersdóttir, fædd hér í Vestmannaeyjum 8. 10. 1847. Frú Soffía var ein af þremur dætrum þeirra hjóna í Eystra-Stakkagerði, Ásdísar Jónsdóttur og fyrri manns hennar, Anders Asmundsen, norsks skipstjóra.
5. Krisján Gíslason, f. 16. jan. 1891. Hann var hér sjómaður og dó hér 10. febr. 1948.