Blik 1938, 2. tbl./Skólalok
SKÓLALOK.
Gagnfræðaskóla kaupstaðarins var sagt upp sunnudaginn 1. maí.
Alls höfðu 63 nemendur stundað nám í skólanum þ.á. Próf þreyttu alls 55 nemendur. Allir stóðust prófin og hlutu margir háar einkunnir.
Þessir hlutu hæstar:
3.b. | |
Jóhann Vilmundarson | 8,04 |
Aðalsteinn Halldórsson | 7,87 |
Hermann Guðmundsson | 7,62 |
2.b. | |
Ólöf Árnadóttir | 9,68 |
Magnea Hannesdóttir | 9,65 |
Helgi Sæmundsson | 8,75 |
Leifur Eyjólfsson | 8,68 |
Þórunn Kristjánsdóttir | 8,67 |
Ásta Engilbertsdóttir | 8,41 |
1b. | |
Einar Torfason | 8,85 |
Árni Guðjónsson | 8,75 |
Sigurjón Kristinsson | 8,57 |
Borgþór Jónsson | 8,43 |
Sigurður Sveinbjarnarson | 8,43 |
Karólína Waagfjörð | 8,42 |
Einar Halldórsson | 8,25 |
Guðfinna Stefánsdóttir | 8,10 |
Jón Óli Elíasson | 8,02 |
Aðalprófdómarar voru sem að undanförnu: Haraldur Eiríksson rafvirki, Ástþór Matthíasson forstjóri og síra Sigurjón Árnason sóknarprestur.
Nemendur störfuðu ötult að ýmsum félagsmálum sínum. Þar ríkti mikill og góður félagsandi. Unglingarnir stunduðu útigöngur og útiíþróttir í frístundum.
Trúnaðarmenn skólans um ýmis störf við daglegan rekstur voru þessir:
Tímagæsla: Ísleifur Pálsson.
Bókavarsla: Leifur Eyjólfsson.
Umsjónarmaður 1. bekkjar: Borgþór Jónsson.
Umsjónarmaður 2. bekkjar: Þórunn Kristjánsdóttir.
Umsjónarmaður 3. bekkjar: Hermann Guðmundsson.
Öll ræktu þau störf sín af skyldurækni og viðurkenndi skólinn það með bókagjöf til hvers þeirra.
Bindindisandi var mikill í skólanum og allir nemendur störfuðu í bindindisfélagi skólans.
Þá fórnuðu nemendur miklu starfi fyrir framtíðarmál skólans, byggingarmálið, með því að selja happdrættismiða byggingarsjóðsins. Kann skólinn þeim bestu þakkir fyrir það, og svo góða ástundun við námið og prúða framkomu og siðprýði í sambúð og samstarfi.
Besta eign hvers skóla eru góðir nemendur.
- Skólastjóri.
———————————
- Ábyrg ritstjórn:
- Stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum.
- Eyjaprentsmiðjan h.f.