Bjarni Jónasson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Jónasson frá Boðaslóð 5, sjómaður, skipstjóri, matsveinn, kennari, flugmaður, flugrekandi, framkvæmdastjóri, útvarpsrekandi fæddist 4. október 1937 á Boðaslóð 5.
Foreldrar hans voru Jónas Marel Bjarnason, sjómaður, skipstjóri, fiskimatsmaður, f. 21. júní 1899, d. 24. mars 1978, og kona hans Valgerður Björnsdóttir Bjarnason húsfreyja, f. 1. janúar 1915 í Trangilsvogi í Færeyjum, d. 12. ágúst 1978.

Börn Valgerðar og Jónasar:
1. Gréta Jónasdóttir húsfreyja, f. 19. september 1933 á Reynistað, d. 5. ágúst 2018.
2. Andvana stúlka, f. 14. mars 1936 á Boðaslóð 5.
3. Bjarni Jónasson, f. 31. október 1937 á Boðaslóð 5.
4. Valgeir Jónasson húsasmíðameistari, smíðakennari, f. 2. febrúar 1944, d. 7. mars 2016.

Bjarni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam í Vélskólanum og Stýrimannaskólanum í Eyjum, lærði flug.
Bjarni hóf snemma störf, vann 11 ára í frystihúsi, var sjómaður, matsveinn, vélstjóri, skipstjóri á Ísleifi VE-63, síðar m.a. á Skaftfellingi.
Hann keypti flugvél í júní 1969 og síðar tíu manna flugvél, rak Eyjaflug og flaug milli Lands og Eyja um Bakkaflugvöll í Landeyjum.
Bjarni var um skeið framkvæmdastjóri Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar.
Einnig setti hann á stofn útvarpsstöð í Eyjum, á Goslokahátíð 1993 og rak hana í meira en aldarfjórðung.
Bjarni var formaður Harmónikufélagsins í Eyjum.
Þá kenndi hann veðurfræði við Stýrimannaskólann í Eyjum í 18 ár.
Þau Jórunn giftu sig 1958, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári þess. Þau bjuggu í fyrstu á Boðaslóð 5, en byggðu húsið Brekkugötu 1 og bjuggu þar síðan.
Jórunn Þorgerður lést 2020.

I. Kona Bjarna, (4. október 1958), var Jórunn Þorgerður Bergsdóttir frá Austurhúsum að Hofi í Öræfum, f. 22. september 1935, d. 17. nóvember 2020.
Börn þeirra:
1. Jónas Bjarnason rafmagnsverkfræðingur, f. 13. september 1956. Kona hans Margrét Pálsdóttir.
2. Rúnar Bjarnason, f. 1. febrúar 1958, d. 5. júlí 1980.
3. Bergur Bjarnason, f. 27. maí 1959, d. 14. júlí 1960.
4. Valgerður Bjarnadóttir húsfreyja, kennari, f. 24. október 1961. Maður hennar Björgvin Björgvinsson.
5. Bergþór Bjarnason, býr í Niece í Frakklandi, f. 2. júní 1968. Maður hans Olivier Francheteau.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Að duga eða drepast. Bjarni Jónasson 2019.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.