Gréta Jónasdóttir (Boðaslóð)
Gréta Jónasdóttir fæddist 19. september 1933 á Reynistað og lést 5. ágúst 2018.
Foreldrar hennar voru Jónas Bjarnason skipstjóri, f. 21. júní 1899, d. 24. mars 1978, og kona hans Valgerður Björnsdóttir Bjarnason húsfreyja, f. 1. janúar 1915 í Færeyjum, d. 12. ágúst 1978.
Börn Valgerðar og Jónasar:
1. Gréta Jónasdóttir húsfreyja, f. 19. september 1933 á Reynistað, d. 5. ágúst 2018.
2. Andvana stúlka, f. 14. mars 1936 á Boðaslóð 5.
3. Bjarni Jónasson sjómaður, skipstjóri, matsveinn, kennari, flugmaður, flugrekandi, framkvæmdastjóri, útvarpsrekandi, f. 31. október 1937 á Boðaslóð 5.
4. Valgeir Jónasson húsamíðameistari, smíðakennari, f. 2. febrúar 1944, d. 7. mars 2016.
Gréta var með foreldrum sínum í æsku, á Reynistað við Vesturveg 9a og við Boðaslóð 5.
Þau Kristinn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Boðaslóð 5, síðan í Norðurkoti á Kjalarnesi, en skildu.
Gréta lést 2018.
I. Maður Grétu var Kristinn Sigfússon bóndi, f. 10. september 1929 á Molastöðum, d. 25. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Sigfús Jónsson bóndi í Norðurkoti, f. 1. apríl 1891, d. 11. febrúar 1951, og Júlíana Einarsdóttir vinnukona, f. 24. júlí 1903, d. 13. desember 1982.
Börn þeirra:
1. Gerður Kristinsdóttir húsfreyja, f. 28. mars 1950 á Boðaslóð 5. Fyrri maður hennar var Þráinn Valdimarsson sjómaður, vélstjóri, vélvirki, f. 3. júní 1945, d. 5. febrúar 1973. Síðari maður hennar Gísli Bergsson menntaskólakennari, f. 7. júlí 1949.
2. Hrönn Kristinsdóttir, f. 8. október 1952. Maður hennar Magnús Sigurðarson.
3. Sigfús Kristinsson, f. 16. mars 1954. Kona hans Hildur Friðþjófsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 6. desember 2013. Minning Kristins Sigfússonar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.