Jónas Bjarnason (verkfræðingur)
Jónas Bjarnason rafmagnsverkfræðingur fæddist 13. september 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Bjarni Jónasson sjómaður, skipstjóri, matsveinn, kennari, flugmaður, flugrekandi, framkvæmdastjóri, útvarpsrekandi, f. 4. október 1937 og kona hans Jórunn Þorgerður Bergsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1935 í Austurhúsum að Hofi í Öræfum, d. 17. nóvember 2020 í Hraunbúðum.
Börn Jórunnar og Bjarna:
1. Jónas Bjarnason rafmagnsverkfræðingur, f. 13. september 1956. Kona hans Margrét Pálsdóttir.
2. Rúnar Bjarnason, f. 1. febrúar 1958, d. 5. júlí 1980.
3. Bergur Bjarnason, f. 27. maí 1959, d. 14. júlí 1960.
4. Valgerður Bjarnadóttir húsfreyja, kennari, f. 24. október 1961. Maður hennar Björgvin Björgvinsson.
5. Bergþór Bjarnason, býr í Niece í Frakklandi, f. 2. júní 1968. Maður hans Olivier Francheteau.
Jónas var með foreldrum sínum í æsku, á Boðaslóð 5 og Brekkugötu 1.
Hann fékk einkaflugmannsréttindi 1974, varð stúdent í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1975, tók próf í rafmagnsverkfræði í Háskóla Íslands 1979, tók M.Sc.-próf í rafmagnsverkfræði í DTH í Kaupmannahöfn 1981, fékk atvinnuflugmannsréttindi 1986, blindflugsréttindi 1986, lauk námi í viðskipta- og rekstrargreinum hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1994.
Jónas var verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. 1982-1993, starfaði að ýmsum verkefnum 1993-1994. Hann var verkfræðingur hjá fjargæslu Landsvirkjunar frá 1995-2004, í stjórnstöð Landsnets frá 2005.
Félags- og trúnaðarstörf:
Jónas var formaður verkfræðinema 1977-1978, í samninganefnd Stéttarfélags verkfræðinga 1984-1986, í stjórn lífeyrissjóðs verkfræðinga 1984-1996 og 1999-2005, formaður 1985-1996 og aftur 2003-2004. Hann var ritari stjórnar Landsambands lífeyrissjóða og fulltrúi sambandsins í nefnd félagsmálaráðherra um greiðsluvanda heimilanna 1995-1996, einnig í verkefnisstjórn Leiðbeiningastöðvar um fjármál heimilanna frá 1995-1996.
I. Kona Jónasar, (31. ágúst 1989), er Margrét Pálsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur, f. 23. febrúar 1960. Foreldrar hennar voru Páll Þórir Ólafsson sjómaður smurstöðvarrekandi, f. 6. nóvember 1920 í Reykjavík, d. 5. desember 2005, og kona hans Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1923 í Hafnarfirði, d. 24. nóvember 1974.
Börn þeirra:
1. Jórunn Pála Jónasdóttir borgarfulltrúi, f. 4. apríl 1989 í Reykjavík. Fyrrum sambúðarmaður Valgeir Valgeirsson.
2. Bjarni Rúnar Jónasson læknir, f. 13. október 1991 í Reykjavík.
3. Bergrós Fríða Jónasdóttir verkfræðinemi, f. 18. febrúar 1997.
Dóttir Margrétar og fósturdóttir Jónasar:
4. Eyrún Margrét Stefánsdóttir arkitekt, f. 20. júlí 1979. Maður hennar Sverrir Steinn Sverrisson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Jónas
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.