Jórunn Þorgerður Bergsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jórunn Þorgerður Bergsdóttir.

Jórunn Þorgerður Bergsdóttir húsfreyja fæddist 22. september 1935 í Austurhúsum að Hofi í Öræfum og lést 17. nóvember 2020 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Bergur Þorsteinsson frá Litla-Hofi í Öræfum, bóndi, f. 22. júlí 1903, d. 15. febrúar 1995, og kona hans Pála Jónína Pálsdóttir frá Prestbakkakoti á Síðu, V.-Skaft., húsfreyja, f. þar 17. janúar 1906, d. 20. janúar 1991.
Jórunn ólst upp frá tveggja ára aldri á Litla-Hofi hjá föðursystkinum sínum og ömmu sinni.

Jórunn gekk í farskóla, síðar í kvöldskóla KFUM.
Hún var í vist 16-17 ára og gætti barna.
Jórunn fór til Eyja 1954 og vann við fiskiðnað og felldi net, en síðar vann hún í Hraunbúðum í 22 ár við matargerð.
Þau Bjarni giftu sig 1958, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári sínu. Þau bjuggu á Bröttugötu 1.
Jórunn Þorgerður lést 2020.

I. Maður Jórunnar, (4. október 1958), er Bjarni Jónasson, sjómaður, skipstjóri, matsveinn kennari, flugmaður, flugrekandi, framkvæmdastjóri, útvarpsrekandi, f. 4. október 1937.
Börn þeirra:
1. Jónas Bjarnason rafmagnsverkfræðingur, f. 13. september 1956. Kona hans Margrét Pálsdóttir.
2. Rúnar Bjarnason, f. 1. febrúar 1958, d. 5. júlí 1980.
3. Bergur Bjarnason, f. 27. maí 1959, d. 14. júlí 1960.
4. Valgerður Bjarnadóttir húsfreyja, kennari, f. 24. október 1961. Maður hennar Björgvin Björgvinsson.
5. Bergþór Bjarnason, býr í Niece í Frakklandi, f. 2. júní 1968. Maður hans Olivier Francheteau.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 12. desember 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.