Bjarni Guðmundsson (bifreiðastjóri)
Bjarni Guðmundsson frá Glæsistöðum í V.-Landeyjum, bifreiðastjóri fæddist þar 17. janúar 1906 og lést 24. maí 1989.
Faðir Bjarna var Guðmundur bóndi á Glæsistöðum í V-Landeyjum 1901, f. 16. nóvember 1869, d. 13. desember 1942, Gíslason bónda í Sigluvík þar 1870, f. 15. nóvember 1810, d. 4. janúar 1890, Eyjólfssonar bónda í Klauf þar 1835, f. 1772, d. 10. júlí 1846, Einarssonar, og konu Eyjólfs, Guðríðar húsfreyju, f. 1769, d. 13. mars 1854, Þórðardóttur.
Móðir Guðmundar á Glæsistöðum og seinni kona Gísla í Sigluvík var Guðrún húsfreyja og ljósmóðir, f. 29. mars 1832, d. 24. júní 1914, Ólafsdóttir bónda í Álfhólum í V-Landeyjum 1835, f. 1794, d. 8. júní 1886, Ólafssonar, og konu Ólafs, Valgerðar Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 24. apríl 1795, d. 15. júlí 1860.
Móðir Bjarna bílstjóra og kona Guðmundar Gíslasonar á Glæsistöðum var Sigríður húsfreyja, f. 28. apríl 1876, d. 3. október 1916, Bjarnadóttir bónda og formanns í Herdísarvík, f. 11. ágúst 1844, d. 25. október 1890, Hannessonar bónda í Kaldaðarnesi, Lambastöðum, Hólum og síðast lengi í Tungu í Flóa, formanns og hreppstjóra, f. 1814, d. 6. október 1891, Einarssonar, og konu Hannesar, Kristínar húsfreyju, f. 26. október 1820 í Laugardælum, d. 20. desember 1891, Bjarnadóttur.
Móðir Sigríðar og kona Bjarna í Herdísarvík var Sólveig húsfreyja, f. 23. september 1852, d. 24. febrúar 1911, Eyjólfsdóttir bónda og sáttanefndarmanns í Þorlákshöfn, f. 19. nóvember 1811, d. 22. september 1866, Björnssonar.
Börn Sigríðar og Guðmundar á Glæsistöðum, sem bjuggu í Eyjum:
1. Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Bergholti, kona Gústavs Stefánssonar.
2. Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Ásgarði, sambúðarkona Guðmundar Árnasonar.
3. Bjarni Guðmundsson bifreiðastjóri. Kona hans Jóhanna Jakobína Guðmundsson.
4. Guðmundur Guðmundsson á Vestmannabraut 72 1940, sjómaður, f. 8. desember 1912, d. 9. ágúst 1943.
Bjarni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði sjóróðra frá Landeyjasandi um fermingu, fór til Eyja fimmtán ára og vann við útveg Stefáns Gíslasonar í Ási. Þá vann hann í Fiskimjölsverksmiðjunni 12 vertíðir. Hann settist síðar að í Eyjum, var bifreiðastjóri á Bifreiðastöð Vestmannaeyja .
Þau Jóhanna giftu sig 1937, eignuðust ekki börn saman, en ólu upp tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Pétursey við Hásteinsveg 43, en 1942 á Eyri við Vesturveg 25. Þau byggðu við Illugagötu 13
Jóhanna lést 1984 og Bjarni 1989.
I. Kona Bjarna, (1937), var Jóhanna Jakobína Guðmundsson, þýskrar ættar, húsfreyja, f. 7. október 1911, d. 10. janúar 1984.
Börn þeirra:
1. Hannes Bjarnason, (kjörbarn), f. 1. apríl 1946 í Reykjavík. Kona hans Þorgerður Sigurvinsdóttir.
2. Einar Þór Kolbeinsson, (fósturbarn), f. 15. maí 1953. Kona hans María Óskarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 2. júní 1989. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.