Björn Hjaltason (Steinsstöðum)
Björn Hjaltason vinnumaður á Steinsstöðum fæddist 10. júní 1823 í Skarðshjáleigu í Mýrdal og drukknaði 26. mars 1842.
Foreldrar hans voru Hjalti Filippusson bóndi í Skarðshjáleigu í Mýrdal, f. 1781, d. 16. janúar 1825 í Skarðshjáleigu, og kona hans Gyðríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1785, d. 3. janúar 1859 á Vesturhúsum.
Systkini Björns í Eyjum voru:
1. Sveinn Hjaltason bóndi og lóðs á Vesturhúsum, f. 3. desember 1815, d. 23. júní 1879.
2. Sigríður Hjaltadóttir vinnukona í Nýjabæ, f. 9. ágúst 1818.
3. Filippus Hjaltason vinnumaður í Nöjsomhed, f. 12. maí 1820.
4. Eyjólfur Hjaltason á Löndum, sjávarbóndi 1870, bókbindari í Kornhól, f. 19. desember 1821.
Hálfbræður Björns, synir Gyðríðar og Þorkels Jónssonar síðari manns hennar:
5. Jón Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, tómthúsmaður í Grímshjalli, f. 18. september 1826.
6. Guðmundur Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, f. 2. mars 1828, d. 7. mars 1859.
Bróðursonur Björns var
7. Þórður Hjaltason á Steinsstöðum.
Björn var með foreldrum sínum í Skarðshjáleigu til ársins 1834. Hann var niðursetningur á Kaldrananesi í Mýrdal 1834-1837, léttadrengur á Ytri-Sólheimum þar 1837-1839, en var svo í dvöl í Holti þar 1839-1840.
Hann fluttist til Eyja 1840 úr Mýrdal og varð þá vinnumaður á Steinsstöðum, í Sæmundarhjalli hjá Ellert Schram 1841.
Hann fórst með Ellerti Kristjáni Schram 26. mars 1842, þá vinnumaður í Tómthúsi.
Þeir, sem fórust voru:
1. Ellert Christian Schram skipstjóri, 32 ára.
2. Einar Hallsson.
3. Kristján Federik „bakaradrengur“ frá Kornhól, 21 árs.
4. Benedikt Guðmundsson frá Háagarði, 21 árs.
5. Björn Hjaltason frá Tómthúsi, 20 ára.
6. Björn Magnússon vinnumaður undan Eyjafjöllum.
7. Sigurður Eyjólfsson vinnumaður frá Skógum u. Eyjafjöllum, 26 ára
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.