Sigríður Hjaltadóttir (Nýjabæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Hjaltadóttir vinnukona í Nýjabæ fæddist 9. ágúst 1818 í Skarðshjáleigu í Mýrdal og lést 9. desember 1880 í Nýjabæ.

Foreldrar hennar voru Hjalti Filippusson bóndi í Skarðshjáleigu í Mýrdal, f. 1781, d. 16. janúar 1825 í Skarðshjáleigu, og kona hans Gyðríður Sveinsdóttir húsfreyja, síðar á Vesturhúsum, f. 1785, d. 3. janúar 1859 á Vesturhúsum.

Systkini Sigríðar í Eyjum voru:
1. Sveinn Hjaltason bóndi og lóðs á Vesturhúsum, f. 3. desember 1815, d. 23. júní 1879.
2. Filippus Hjaltason vinnumaður í Nöjsomhed, f. 12. maí 1820.
3. Eyjólfur Hjaltason á Löndum, sjávarbóndi 1870, bókbindari í Kornhól, f. 19. desember 1821.
4. Björn Hjaltason vinnumaður, sjómaður, f. 10. júní 1843, drukknaði 26. mars 1842.
Hálfbræður Sigríðar, synir Gyðríðar og Þorkels Jónssonar síðari manns hennar:
5. Jón Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, tómthúsmaður í Grímshjalli, f. 18. september 1826.
6. Guðmundur Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, f. 2. mars 1828, d. 7. mars 1859.

Bróðursonur Sigríðar var Þórður Hjaltason á Steinsstöðum.

Sigríður var með foreldrum sínum í Skarðshjáleigu til ársins 1836, en var vinnukona í Vatnsskarðshólum í Mýrdal 1836-1846 og aftur 1847-1848 og á Selalæk á Rangárvöllum 1850.
Hún fluttist til Eyja 1851 og varð þá vinnukona í Frydendal. Vinnukona var hún í Stakkagerði 1853, 1854, þar 1855 með barnið Ólöfu Jónsdóttur á 1. ári, f. í Krossókn í Landeyjum. Hún var vinnukona í Nýjabæ 1856 og 1957, 1858, 1859 og 1860 og enn 1870 og 1880. Ólöf dóttir hennar ólst þar upp og 1880 var hún 25 ára vinnukona þar.
Sigríður lést 1880 og Ólöf fluttist til Vesturheims 1889 frá Nýjabæ.

Barn Sigríðar fætt í Krosssókn í Landeyjum:
1. Ólöf Jónsdóttir, f. 1855. Hún fór til Vesturheims 1889.
Fæðingar Ólafar mun ekki vera getið í pr.þj.bók. Þess má geta, að Jón Magnússon var 31 árs vinnumaður í Stakkagerði 1853 og Sigríður var þar þá 34 ára vinnukona. Sigríður virðist hafa farið til lands til að ala barnið og komið fljólega aftur til Eyja. Var hún að forðast ginklofann?


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.