Einar Hallsson (Helgahjalli)
Einar Hallsson klénsmiður (járnsmiður) fæddist 2. ágúst 1805 á Herríðarhóli í Ásahreppi í Rang. og drukknaði 26. mars 1842.
Foreldrar hans voru Hallur Einarsson bóndi á Herríðarhóli, f. 1752, d. 22. júlí 1819, og síðari kona hans Gunnvör Ásmundsdóttir húsfreyja, skírð 8. september 1781, d. 8. apríl 1834.
Einar var með foreldrum sínum á Herríðarhóli 1816.
Hann fluttist til Eyja 1837, vinnumaður að Ofanleiti, og Sigríður Eiríksdóttir fluttist til Eyja sama ár vinnukona á sama bæ.
Við giftingu þeirra 1840 var hann járnsmiður í Kornhól og hún vinnukona að Ofanleiti, en í lok árs voru þau búandi í Helgahjalli, í Tómthúsi við andlát Einars.
Einar fórst 1842 með Ellerti Schram skipstjóra og fimm öðrum mönnum.
Þeir, sem fórust voru:
1. Ellert Christian Schram skipstjóri, 32 ára.
2. Einar Hallsson,
3. Kristján Federik „bakaradrengur“ frá Kornhól, 21 árs.
4. Benedikt Guðmundsson frá Háagarði, 21 árs.
5. Björn Hjaltason frá Tómthúsi, 20 ára.
6. Björn Magnússon vinnumaður undan Eyjafjöllum.
7. Sigurður Eyjólfsson vinnumaður frá Skógum u. Eyjafjöllum, 26 ára
Kona Ellerts, (28. maí 1840), var Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1815, d. 24. nóvember 1890.
Börn þeirra hér:
1. Sigríður Einarsdóttir, f. 3. október 1840, d. 12. október 1840 „af Barnaveikin“.
2. Elísabet Einarsdóttir, f. 11. október 1841, d. 20. október 1841 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.