Gyðríður Stefánsdóttir (Mandal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gyðríður Stefánsdóttir húsfreyja í Mandal, (Gyða í Mandal), fæddist 20. júní 1863 í Sauðhúsnesi í Álftaveri og lést 25. ágúst 1951 í Eyjum.
Faðir hennar var Stefán bóndi á Sauðhúsnesi, f. 13. júli 1827 í Pétursey í Mýrdal, d. 26. ágúst 1884 í Sauðhúsnesi, Höskuldsson bónda í Sauðhúsnesi, f. 1799 á Götum í Mýrdal, d. 8. janúar 1862 í Sauðhúsnesi, Guðlaugssonar bónda í Götum, f. 1757, d. 7. apríl 1828, Jónssonar, og síðari kona Guðlaugs, Guðrúnar húsfreyju, f. 1765, d. 24. september 1825 í Holti í Mýrdal, Höskuldsdóttur.
Móðir Stefáns og kona Höskuldar í Sauðhúsnesi var Guðrún húsfreyja, f. 1786 í Keflavík, d. 29. ágúst 1889 í Hemru í Skaftártungu, Björnsdóttir vinnumanns í Keflavík, f. 1729, d. 21. apríl 1791, og konu Björns, Kristínar húsfreyju, f. 1750, d. 3. febrúar 1824 í Hjörleifshöfða, Bjarnadóttur.

Kona Stefáns Höskuldssonar og móðir Gyðríðar var Sigríður húsfreyja, f. 7. október 1822 á Keldunúpi á Síðu, d. 26. ágúst 1884 í Sauðhúsnesi, Einarsdóttir bónda á Efri-Fljótum í Langholtssókn 1835, f. 1760 á Þykkvabæjarklaustri, d. 6. ágúst 1837 á Efri-Fljótum, Jónssonar bónda á Þykkvabæjarklaustri, f. 1725, Ingimundarsonar, og konu Jóns, Þorgerðar húsfreyju, f. 1733, d. 1805 á Undirhrauni í Meðallandi, Björnsdóttur.
Móðir Sigríðar húsfreyju í Sauðhúsnesi og síðari kona Einars á Efri-Fljótum var Guðrún húsfreyja, f. 18. maí 1788 á Geirlandi á Síðu, d. 12. ágúst 1846 í Hlíð í Skaftártungu, Gísladóttir bónda, síðast í Arnardrangi í Landbroti, f. 1745, d. 10. ágúst 1825 í Arnardrangi, Þorsteinssonar, og annarrar konu Gísla, Ingibjargar húsfreyju, f. í október 1760 á Seljalandi u. Eyjafjöllum, d. 11. júlí 1816 í Arnardrangi, Ólafsdóttur.

Gyðríður var hjá foreldrum í Sauðhúsnesi 7 ára 1870 og hjá þeim til 1884, fyrir búi þar 1884-85, bústýra þar hjá manni sínum 1885-97, vinnukona á Þykkvabæjarklaustri 1897-98, á Skaftárdal 1898-99, í Hraungerði 1899-1900, á Þorvaldseyri 1900-01.
Hún var vinnukona í Stakkagerði í Eyjum 1901 og enn 1910, bústýra í Eyjum 1920 og enn 1950 og áfram til dd.
Lítt ráðnir aðkomumenn, sérstaklega sveitungar Gyðu voru aufúsugestir hjá henni, meðan þeir leituðu sér staðfestu á vertíð.

Maki (sambúð): Árni Runólfsson bóndi í Sauðhúsnesi, f. 27. nóvember 1857, d. 26. janúar 1897.
Faðir hans var Runólfur vinnumaður, síðast í Elínarhúsi, f. 1834, drukknaði við Mýrdal 14. júlí 1864, Jónsson bónda í Svínadal í Skaftártungu, f. 1797 í Svínadal, d. 11. ágúst 1873 þar, Runólfssonar bónda í Svínadal, f. 1759 í Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 26. maí 1841 í Svínadal, Jónssonar, og konu Runólfs í Svínadal, Þórunnar húsfreyju, f. 1773, d. 30. maí 1816 í Svínadal, Oddsdóttur.
Móðir Runólfs í Elínarhúsi og kona Jóns í Svínadal var Ingibjörg húsfreyja, f. 27. maí 1809 á Hunkubökkum á Síðu, d. 6. janúar 1879 í Svínadal, Þorsteinsdóttir bónda á Hunkubökkum, f. 1768, d. 4. mars 1837, Salómonssonar, og konu Þorsteins, Katrínar húsfreyju, f. 1772, d. 4. október 1833 á Hunkubökkum, Pálsdóttur.
Móðir Árna Runólfssonar og barnsmóðir Runólfs í Elínarhúsi var Guðrún vinnukona, f. 6. febrúar 1818 í Þykkvabæ, d. 29. ágúst 1895, Einarsdóttir bónda á Efri-Fljótum í Langholtssókn 1835, f. 1760 á Þykkvabæjarklaustri, d. 6. ágúst 1837 á Efri-Fljótum, Jónssonar bónda á Þykkvabæjarklaustri, f. 1725, Ingimundarsonar, og konu Jóns, Þorgerðar húsfreyju, f. 1733, d. 1805 á Undirhrauni í Meðallandi, Björnsdóttur.
Móðir Guðrúnar vinnukonu og síðari kona Einars á Efri-Fljótum var Guðrún húsfreyja, f. 18. maí 1788 á Geirlandi á Síðu, d. 12. ágúst 1846 í Hlíð í Skaftártungu, Gísladóttir bónda, síðast í Arnardrangi í Landbroti, f. 1745, d. 10. ágúst 1825 í Arnardrangi, Þorsteinssonar, og annarrar konu Gísla, Ingibjargar húsfreyju, f. í október 1760 á Seljalandi u. Eyjafjöllum, d. 11. júlí 1816 í Arnardrangi, Ólafsdóttur.
Guðrún Einarsdóttir móðir Árna Runólfssonar var því móðursystir Gyðríðar Stefánsdóttur og þau Árni systkinabörn.

Þau Árni bjuggu í Sauðhúsnesi í Álftaveri 1885-1897. Gyðríður er skráð þar bústýra. Árni lézt 1897. Sauðhús eyddist í Kötluhlaupinu 1918.
Börn Gyðríðar og Árna Runólfssonar:
1. Sigríður í Merkisteini, f. 10. apríl 1886, d. 19. september 1972, kona Sigurðar Björnssonar bátasmiðs. Þau voru foreldrar Jóns Ísaks Sigurðssonar lóðs. Síðari maður hennar (1948) var Þorbjörn Arnbjörnsson og var hún seinni kona hans.
2. Guðrún, f. 9. febrúar 1888, d. 3. apríl s.ár;
3. Jón, f. 28. október 1889, d. 15. ágúst 1965, bóndi í Holti í Álftaveri 1919-1961.
4. Ingibjörg, f. 8. október 1891, d. 23. september 1908, tökubarn í Svínadal 1893-dd.
5. Stefán yfirlögregluþjónn og leiklistarmaður, f. 31. desember 1892, d. 29. júlí 1977.
6. Guðmundur, f. 3. mars 1895, d. 31. desember 1915.
7. Guðlaugur, f. 30. apríl 1896, d. 3. ágúst s. ár.
Barnsfaðir Gyðríðar var Sigurður Sigurðsson í Juliushaab.
Barn þeirra var
8 Árný Sigurðardóttir í Suðurgarði, f. 23. desember 1904, d. 15. október 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.