Aðalborg D. Benediktsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Aðalborg Dröfn Benediktsdóttir skrifstofumaður fæddist 19. júní 1967.
Foreldrar hennar Benedikt Ragnar Sigurðsson skipstjóri, f. 4. nóvember 1934, d. 21. mars 1993, og kona hans Ólína Þórdís Óskarsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1941.

Börn Þórdísar og Benedikts:
1. Óskar Ægir Benediktsson skrifstofumaður, f. 14. júní 1965 í Eyjum.
2. Aðalborg D. Benediktsdóttir skrifstofumaður, f. 19. júní 1967 á Akureyri. Maður hennar Búi Ármannsson.
3. Linda Hrönn Benediktsdóttir matartæknir, f. 16. ágúst 1969. Maður hennar Stefán Bjarni Gunnlaugsson.

Þau Búi giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa á Akureyri.

I. Maður Aðalborgar er Búi Arnberg Ármannsson úr Svarfaðardal, skrifstofumaður, f. 23. febrúar 1963. Foreldrar hans Ármann Rögnvaldsson, f. 12. maí 1931, og Ulla May Rögnvaldsson af sænsku bergi brotin, húsfreyja, f. 2. nóvember 1933, d. 30. apríl 2024.
Börn þeirra:
1. Ragnar Logi Búason, f. 30. maí 1990.
2. Bjarki Viðar Búason, f. 18. mars 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.