Sigríður Lovísa Haraldsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Lovísa Haraldsdóttir.

Sigríður Lovísa Haraldsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, saumakona fæddist 15. september 1916 og lést 12. september 2001.
Foreldrar hennar voru Haraldur Loftsson beykir, f. 3. ágúst 1893, d. 13. júní 1965 og kona hans, skildu, Kristjana Bjarney Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1890, d. 29. janúar 1947.

Hálfbróðir og fóstursonur Sigríðar Lovísu er
1. Jón Kristinn Haraldsson, f. 10. júní 1947.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Húsi Haraldar Loftssonar í Króki á Ísafirði 1920 og fluttist með þeim til Reykjavíkur.
Þau Gísli Ragnar giftu sig 1941, eignuðust ekki börn, en tóku í fóstur Jón Kristinn hálfbróður Sigríðar, bjuggu á Skólavegi 1 og Faxastíg 41. Sigríður bjó að síðustu í Hraunbúðum.
Gísli lést 1995 og Sigríður Lovísa 2001.

I. Maður Sigríðar Lovísu, (6. desember 1941), var Gísli Ragnar Sigurðsson útgerðarmaður, verkamaður frá Götu, f. 16. september 1916, d. 17. maí 1995.
Barn þeirra, fósturbarn:
1. Jón Kristinn Haraldsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 10. júní 1947.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.