Arnbjörg Magnúsdóttir
Arnbjörg Magnúsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja fæddist 18. mars 1912 og lést 16. febrúar 1998.
Foreldrar hennar voru Magnús Hálfdán Jóhannsson, f. 5. ágúst 1875, og
Jóhanna Danfríður Jónína Hansdóttir vinnukona, f. 28. september 1883, d. 13. júní 1941.
Fósturforeldrar Arnbjargar voru móðursystir hennar Anna Hansdóttir húsfreyja á Siglufirði, f. 31. maí 1880, d. 25. ágúst 1960, og maður hennar Sigfús Vormsson sjómaður, trésmiður, verkamaður, f. 6. janúar 1880, d. 12. febrúar 1956.
Arnbjörg var með fósturforeldrum sínum á Siglufirði og í Reykjavík.
Hún eignaðist Dönu 1933, fluttist til Eyja, eignaðist Söndru Kolbrúnu með Ísleifi á Hásteinsvegi 5 1937. Þau Ísleifur bjuggu bæði hjá foreldrum hans í London með Söndru 1940, hún er skráð bústýra með honum og Söndru þar 1945.
Arnbjörg var ráðskona hjá Engilbert Jóhannssyni í Steinholti með barn þeirra Friðþjóf Örn 1946. Hún var ráðskona hans á Heimagötu 30 1949.
Þau Engilbert giftu sig 1957, bjuggu þá í Franska spítalanum við Kirkjuveg 20, á Illugagötu 15 1966 og við Gos, voru þar 1979 en síðast á Eyjahrauni 3.
Engilbert lést 1990 og Arnbjörg 1998.
I. Barnsfaðir Arnbjargar var Sigurvin Kjartan Óskar Pálmason, f. 2. nóvember 1902, d. 27. ágúst 1933.
Barn þeirra:
1. Dana Arnar Sigurvinsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 26. maí 1933. Maður hennar Steingrímur Felixson.
II. Barnsfaðir Arnbjargar var Ísleifur Magnússon frá London, vélstjóri, f. 26. ágúst 1905, d. 21. nóvember 1966.
Barn þeirra:
2. Sandra Kolbrún Ísleifsdóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 30. ágúst 1937 á Hásteinsvegi 5. Maður hennar Guðmundur Vignir Sigurðsson, látinn.
III. Maður Arnbjargar, (31. desember 1957), var Engilbert Jóhannsson frá Brekku, húsasmíðameistari, f. 26. júlí 1905, d. 8. janúar 1990.
Barn þeirra:
3. Friðþjófur Örn Engilbertsson smiður í Hafnarfirði, f. 23. ágúst 1946 í Steinholti við Kirkjuveg 9 A. Fyrrum kona hans Anna Jóhannsdóttir.
Fósturbörn Arnbjargar og Engilberts:
4. Mary Kristín Coiner húsfreyja, f. 5. júlí 1943, d. 4. júní 2019, gift Stein (Bró) Ingolf Henriksen.
5. Ísleifur Arnar Vignisson, f. 21. janúar 1954. Kona hans Hulda Ástvaldsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 28. febrúar 1998. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Sandra.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.