Mary Kristín Coiner
Mary Kristín Coiner húsfreyja fæddist 5. júlí 1943 á Njálsgötu 71 í Reykjavík og lést 4. júní 2019 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Steingerður Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, matreiðslukona, f. 27. nóvember 1919, d. 21. október 2005, og barnsfaðir hennar Earl Coiner, bandarískur hermaður, f. 25. desember 1923.
Fósturforeldrar hennar voru Engilbert Jóhannsson frá Brekku, smiður, f. 26. júlí 1905, d. 8. janúar 1990, og síðari kona hans Arnbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 18. mars 1912, d. 16. febrúar 1998.
Mary Kristín var með móður sinni í Reykjavík 1948, fluttist með henni til Eyja 1949 og bjó með henni á Grímsstöðum á því ári. Hún ólst upp hjá Engilberti móðurbróður sínum og Arnbjörgu Magnúsdóttur konu hans frá átta ára aldri.
Hún lauk gagnfræðaprófi 1959.
Marý vann ung við fiskiðnað, vann um skeið á Hótel KEA og í Hressingarskálanum á Akureyri, síðar við fiskiðnað hjá Fiskiðjunni og Eyjabergi. Að síðustu var hún gangavörður í Hamarsskóla.
Þau Stein Ingolf giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í London, Miðstræti 3 til Goss, í Njarðvík rúmt ár, fluttu heim til Eyja og bjuggu á Ármóti í eitt ár, nokkra mánuði á Hásteinsvegi 56, eitt ár á Brimhólabraut 34. Þau bjuggu í íbúð sinni á Dverghamri 39 1976 og lengi, þá á Túngötu 73 og síðast á Hrauntúni 73.
Mary Kristín dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Hún lést 2019.
I. Maður Mary Kristínar, (25. desember 1963), er Stein (Bró) Ingolf Henriksen vélstjóri, f. 10. janúar 1942, d. 5. september 2022.
Börn þeirra:
1. Ágúst Vilhelm Steinsson sjómaður, Kirkjuvegi 43, f. 1. október 1962. Kona hans var Klara Tryggvadóttir, f. 14. september 1961. Þau skildu. Síðari kona hans er Arna Ágústsdóttir.
2. Engilbert Ómar Steinsson gistihússrekandi, umboðsmaður bifreiðaverslunar BL, býr á Smáragötu 7, f. 3. desember 1965. Kona hans er Arndís María Kjartansdóttir.
3. Óðinn Steinsson nemi í ferðamálafræði í Kanada, f. 25. október 1973. Kona hans er Steinunn Jónatansdóttir.
Heimildir
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Stein Bró
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Húsfreyjur
- Verkakonur
- Gangaverðir
- Fólk fætt á 20. öld
- Fólk dáið á 21. öld
- Íbúar á Grímsstöðum
- Íbúar við Illugagötu
- Íbúar í London
- Íbúar á Ármótum
- Íbúar við Hásteinsveg
- Íbúar við Brimhólabraut
- Íbúar við Dverghamar
- Íbúar við Túngötu
- Íbúar við Hrauntún
- Íbúar við Skólaveg
- Íbúar við Miðstræti