Ísleifur Arnar Vignisson
Ísleifur Arnar Vignisson, innkaupastjóri Vinnslustöðvarinnar, fæddist 21. janúar 1954.
Foreldrar hennar Guðmundur Vignir Sigurðsson, vélstjóri, f. 20. desember 1933, d. 5. nóvember 1978, og Sandra Kolbrún Ísleifsdóttir, húsfreyja, verkstjóri, f. 30. ágúst 1937.
Fósturforeldrar Ísleifs Engilbert Jóhannsson, f. 26. júlí 1905, d. 8. janúar 1990, og kona hans Arnbjörg Magnúsdóttir, f. 18. mars 1912, d. 16. febrúar 1998.
Börn Söndru og Vignis:
1. Ísleifur Arnar Vignisson innkaupastjóri Vinnslustöðvarinnar, f. 21. janúar 1954. Kona hans Hulda Ástvaldsdóttir.
2. Sigurður Vignir Vignisson vélstjóri, f. 13. desember 1954. Kona hans Guðbjörg Helga Sveinbjörnsdóttir.
3. Anita Sif Vignisdóttir snyrtifræðingur, fótaaðgerðafræðingur, f. 14. október 1961 í London. Maður hennar Þórður Svansson.
Þau Hulda giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau búa við Búhamar 38.
I. Kona Ísleifs er Hulda Ástvaldsdóttir, húsfreyja, ræstitæknir, f. 9. maí 1965.
Barn þeirra:
I. Arnar Freyr Ísleifsson, f. 4. ágúst 2000.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Hulda.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.