Steinunn Jónsdóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Steinunn Jónsdóttir í Götu fæddist í desember 1823.
Foreldrar hennar voru Jón Símonarson bóndi í Álfhólum í Landeyjum, f. 27. ágúst 1792, d. 6. ágúst 1871, og fyrri kona hans Kristín Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1782, d. 3. júní 1833.

Steinunn var með ekklinum föður sínum í Kollabæ í Fljótshlíð 1835, var í fóstri hjá Kristínu Magnúsdóttur bústýru í Vetleifsholti í Holtum 1840.
Hún eignaðist tvíbura með frænda sínum Einari Símonarsyni 1845, síðar bónda í Fagurhól í A-Landeyjum.
Steinunn fluttist að Godthaab 1846, var vinnukona í Frydendal 1847, „sjálfrar sinnar“ í Götu 1848, í Ensomhed 1849.
Hún fluttist til Kaupmannahafnar 1850.

I. Barnsfaðir Steinunnar var Einar Símonarson, síðar bóndi í Fagurhól í A-Landeyjum, f. 5. maí 1803, d. 21. maí 1882.
Börnin voru tvíburar:
1. Þorbergur Einarsson, f. 12. október 1845, d. 24. október 1845.
2. Steinn Einarsson vinnumaður, f. 12. október 1845, d. 1. júní 1869.

II. Barnsfaðir hennar var Þorsteinn Guðmundsson tómthúsmaður, síðar í Fagurlyst, kvæntur Hólmfríði Guðmundsdóttur. Hann drukknaði í Höfninni 14. maí 1857.
Börnin voru:
3. Kristný Þorsteinsdóttir, f. 6. janúar 1848 , d. 8. mars 1848 úr „Barnaveikin“
4. Þorsteinn Þorsteinsson, f. 4. september 1849, d. 21. september 1849 „af Barnaveikleika“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.