Aðalheiður Maggý Pétursdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Aðalheiður Maggý Pétursdóttir.

Aðalheiður Maggý Pétursdóttir, (Heiða), frá Ólafsfirði, húsfreyja fæddist þar 27. mars 1930 og lést 26. september 2007 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Pétur Jóhann Sigurðsson bakarameistari, f. 22. maí 1906, d. 26. júní 1984, og Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja á Ólafsfirði, f. 22. apríl 1908, d. 6. júní 1964.

Hálfbróðir Aðalheiðar var Þórður Bernharðsson, f. 11. maí 1933, fórst með mb. Helga á Faxaskeri 7. janúar 1950.

Aðalheiður var með móður sinni og Bernharði Ólafssyni manni hennar á Ólafsfirði í æsku, með þeim í húsi G. Ólafssonar 1937, á Strandgötu 19 þar 1946.
Hún var kominn til Eyja 1948, bjó með Sveini í Skálholti eldra.
Þau Sveinn giftu sig 1948, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Skálholti eldra í fyrstu, voru komin að Hólagötu 36 við fæðingu Ólafs Péturs 1958, en bjuggu síðar á Höfðavegi 2 og þar bjuggu þau við Gos og síðan.
Sveinn lést 2004 og Aðalheiður Maggý 2007.

I. Maður Aðalheiðar (Heiðu), (25. desember 1948), var Sveinn Hjörleifsson frá Skálholti, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 1. ágúst 1927, d. 4. janúar 2004.
Börn þeirra:
1. Þóra Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1948. Maður hennar Henry Ágúst Erlendsson, látinn.
2. Þórey Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1951. Maður hennar Einar Sveinbjörnsson, látinn.
3. Hjörleifur Sveinsson yngri, sjómaður, f. 27. desember 1954, d. 18. ágúst 2019. Fyrri konur hans Sigríður Lovísa Sigurðardóttir og Dagný Björt Konráðsdóttir.
4. Ólafur Pétur Sveinsson verkamaður, f. 30. maí 1958, d. 12. febrúar 2004, ókv.
5. Kristbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1965. Maður hennar Pétur Fannar Hreinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 6. október 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.