Ólafur Pétur Sveinsson
Ólafur Pétur Sveinsson verkamaður fæddist 30. maí 1958 og lést 12. febrúar 2004.
Foreldrar hans voru Sveinn Hjörleifsson frá Skálholti, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 1. ágúst 1927, d. 4. janúar 2004, og kona hans Aðalheiður Maggý Pétursdóttir frá Ólafsfirði, húsfreyja, f. 27. mars 1930, d. 26. september 2007.
Börn Aðalheiðar Maggýjar og Sveins:
1. Þóra Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1948. Maður hennar Henry Ágúst Erlendsson, látinn.
2. Þórey Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1951. Maður hennar Einar Sveinbjörnsson, látinn.
3. Hjörleifur Sveinsson yngri, sjómaður, f. 27. desember 1954, d. 18. ágúst 2019. Fyrri konur hans Sigríður Lovísa Sigurðardóttir og Dagný Björt Konráðsdóttir.
4. Ólafur Pétur Sveinsson verkamaður, f. 30. maí 1958, d. 12. febrúar 2004, ókv.
5. Kristbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1965. Maður hennar Pétur Fannar Hreinsson.
Ólafur Pétur missti lífsmörk við fæðingu sína og var vakinn til lífsins. Hann var með foreldrum sínum allan aldur sinn, en faðir hans lést rúmum mánuði fyrr en Ólafur Pétur.
Hann gekk í Barnaskólann og síðan um skeið í Öskjuhlíðarskólann í Reykjavík.
Hann vann verkamannavinnu, fyrst hjá Vestmannaeyjabæ, en síðan í 15 ár við fiskiðnað hjá Vinnslustöðinni.
Ólafur Pétur hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og öllu því sem viðkom þeirri list.
Um allangt skeið vann hann með föður sínum við kvikfé hans, bæði sauðfé og hesta.
Hann lést 2004, fáum dögum eftir flutning í eigin íbúð.
Ólafur Pétur var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 20. febrúar 2004. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.