Guðríður Lúðvíksdóttir (Hrauni)
Guðríður Lúðvíksdóttir húsfreyja fæddist 2. júní 1893 og lést 30. maí 1969.
Foreldrar hennar voru Lúðvík bóndi í Gvendarnesi í Stöðvarfirði, f. 2. ágúst 1856, d. 5. ágúst 1927, Guðmundssonar bónda í Hafnarnesi, f. 6. nóvember 1826, d. 10. mars 1893, Einarssonar, og konu Guðmundar, Þuríðar húsfreyju, f. 1826, Einarsdóttur.
Móðir Guðríðar og kona Lúðvíks í Gvendarnesi var Halldóra húsfreyja, f. 19. október 1865, d. 12. maí 1938, Baldvinsdóttir bónda í Krosshjáleigu í Berufirði og síðar á Gvendarnesi, f. 1840, Gunnarssonar, og konu Baldvins, Sigríðar húsfreyju, f. 1835, Halldórsdóttur.
Þau Jóhann Magnús dvöldu síðustu ár sín hjá Magnúsi syni sínum á Hrauni.
Guðríður lést í maí 1969 og Jóhann Magnús í desember 1969.
I. Maður Guðríðar var Jóhann Magnús Magnússon bóndi í Hafnarnesi í Stöðvarsókn í Stöðvarfirði, f. 24. desember 1890, d. 20. desember 1969.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Þórey Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1918, d. 22. mars 1999.
2. Magnús Jóhannsson á Hrauni, sjómaður, smásagnahöfundur, f. 28. desember 1928, d. 26. júní 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.