María Kristjánsdóttir (Ekru)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

María Kristjánsdóttir frá Borgargarði í Stöðvarfirði, húsfreyja á Ekru fæddist 8. september 1909 og lést 23. desember 2013.
Foreldrar hennar voru Kristján Karl Magnússon útgerðarmaður, skipstjóri, f. 16. júní 1876, d. 17. júní 1945 og kona hans Þóra Þorvarðardóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1889, d. 14. nóvember 1955.

María var með foreldrum sínum í Borgargarði 1910 og 1920.
Hún fluttist til Eyja 1928, giftist Guðbirni Jóni 1929. Þau eignuðust eitt barn, bjuggu á Ekru.
Guðbjörn Jón fórst með vb. Þuríði formanni 1942. María fluttist til Stöðvarfjarðar með Þórönnu og síðan til Reykjavíkur. Hún var saumakona, vann við bókband hjá Odda og ræsti Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún dvaldi síðast á Snorrabraut 58. Hún lést 2013.

I. Maður Maríu, (27. október 1929), var Guðbjörn Jón Sigbjörnsson skipstjóri frá Ekru, f. 28. mars 1907, fórst með vb. Þuríði formanni 1. mars 1942.
Barn þeirra:
1. Þóranna Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. nóvember 1930 á Ekru, d. 28. janúar 2004 á Landspítalanum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.