Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Kvæði eftir Gísla Engilbertsson, I. hluti

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit




Kvæði eftir Gísla Engilbertsson


1. kafli. Endurminningar


Endurminningar 1906
1. Mitt var ungdómsára skjól 2. Fékk þar margoft mettað kvið
undir Syðstumerkur hól, meira til að gjöra lið.
fimm og þrjátíu ár þar ól Leggi og skeljar lék mér við,
ei skammdegis leit þó sól. lærði að þekkja stafrófið.


3. Menntun féll ei mitt í skaut, 4. Enn þá man ég móðir góð
margur hennar þá ei naut. mitt í hjartað lagðir sjóð,
Grandvar lífs að ganga braut sem að faðir fast um hlóð
góða tilsögn í þó hlaut. framarlega á æskuslóð.


5. Þegar lampinn loga vann 6. Þar ég hverja þekkti laut,
las ég sögur oft í bann. þar ég æskudrauma naut.
Móðir ullu mjúka spann, Oft af lyngi berin braut,
margsöng amma grallarann. blóma undi mér við skaut.


7. Vatn og hey ég færði í fjós, 8. Kafað hef ég kaldan snjá,
fékk af ald´inni kerling hrós. kveðið rímur vökum á,
Þrátt á fannir risti rós, smíðað koppa, kirnur, ljá,
rós þá gylltu norðurljós. köttum gælt og lömbum smá.


9. Fjalls á gnípur gekk ég þrátt, 10. Þegar sólin seig í haf,
gekk í jökul, þó ei hátt. sveittur kom heim göngu af.
Vers til líka í vestur átt. Undir skinnfeld oft þá svaf,
Var þar oft í hjöllum kátt. ilinn nægan hann mér gaf.


11. Gaman fannst og gagn að slá, 12. Líka stökkva yfir á
gott að þeysa hestum á og úr fljóti silung ná.
yfir sand og glæra gljá, Taka eggin fuglum frá,
grænan völl og holtin lág. fagurt, sem ei heita má.


13. Oft eg gékk á ísaspöng 14. Foss í á og fjöllin há
yfir læk í kletta þröng, fannst mér hjarta mitt við slá,
fossnið kjá og fuglasöng, vötnin blá og blómin smá,
fannst mér ekki tíðin löng. bjartan snjáinn, holt og lág.


15. Þegar sólargeislar gljá 16. Geymd er enn frá ungdómstíð
gylla fjöllin himinblá, endurminning, sem er blíð,
stikklar tindum andinn á mig er batt í böndin þýð
æskudaga til að sjá. blómarós í grænni hlíð.


17. Æskan færist alltaf fjær 18. Ellin glottir, æskan flýr,
ellin þungbrýn kemur nær. ei til baka glaðværð snýr.
Ungdómsrós þar engin grær, Ellin þykir önug, rýr,
er á beinum kerling rær. æskan blómleg vonar hýr.


19. Æskugeislar innst í sál
enn mig gleðja sérhvert mál.
Ei mér reyndist æskan hál
öðrum þótt hún finnist tál.


Árið 1905
Nú er endað árið blítt,
oss það kvaddi sumarþítt.
Þakkir færi þelið hlýtt
þeim, sem gefur annað nýtt.
Biðjum guð að blessa ár,
biðjum guð að hindra fár,
biðjum guð að græða sár
gleðja menn og þerra tár.
Gamlaárskvöld 1905
Óðum fjölgar fólk og vaknar hugur,
fjörið glæðir tuttugasta öld,
áttatíu einn og hálfur tugur
eyju vora byggir þetta kvöld.
Þegar fimmta aldar hverfur árið,
einum færra þá er talið rétt.
Dóu sjö, oft dýpra skein í sárið,
dautt af hundrað tæpur einn er létt.
Meiri skaði er máske samt að einum,
en mörgum tugum, þjóð og landsins heild,
sem að hefir sýnt í mörgum greinum
sannleiks ást með þrek og kjark (óveill )[ódeild].
Þann veg samt var því nú hér ei varið,
þreyttir lifað höfðu sumir nóg.
Ungra barna blásið lífs á skarið,
bágt að skilja veitir hugum fró.


2. Barnagælur
Guðrún Pálsdóttir

Þetta kvæði munu vera ort um barnabarn Gísla, Guðrúnu, f. 10. febrúar 1909, d. 1922,
barn Katrínar Gísladóttur húsfreyju á Sunnuhvoli og Páls Ólafssonar verslunarmanns.

Guðrún iðar öll af kæti
afa gamla þekkir sinn.
Bröltir upp úr sínu sæti
sig vill hjúfra hans við kinn.
Brosir hýrt og karlinn kyssir,
krækir fingrum skeggið í,
ekki niður úrið missir,
oft hún bragða vill á því.
Saklaus bros á vörum kvika,
koma blíðri sálu frá.
Æskurósir bjartar blika,
blómin næra tárin smá.
Barnavininn biður afi
blessa þetta litla fljóð.
Guðs og manna hylli hafi
heitt á meðan rennur blóð.
Ragnhildur Þórarinsdóttir

Þetta kvæði munu vera ort um barnabarn Gísla, Ragnhildi, f. 23.10.1908,
barn Matthildar Þorsteinsdóttur húsfreyju á Lundi og Þórarins Gíslasonar gjaldkera og útgerðarmanns.

Í lundi situr Ragna rjóð
með rósirnar á vanga.
Við afa sinn er ætíð góð
og vill til hans ganga,
og klappa honum, kyssa kinn,
hún kvakar þá sem Lóa,
er svífur gegnum sólskins rann
og syngur glöð í móa.
Hún saklaus eins og Lóa leggst
í litla hreiðrið mjúka,
en ávallt bænin upp þá vekst
að yfir rekkju dúka
vor drottinn leggi líknarhönd
og láti friðinn bjarta
úr náðargeislum gjöra bönd,
sem geymi óspillt hjarta.


(Án heitis).
1. Barn í vöggu blundar rótt. 2. Saklaust barnið ánægt er
Barnið, þegar vaknar, æsku reifað blóma,
líta verður ljós um nótt, þegar sólin gegnum gler
ljóssins barn þess saknar. geisla sendir ljóma.


3. Geisla straumur geisla brá 4. Þegar mæðra munar hlý
guðs frá sólartjöldum. milda röddin hljómar,
Barna saklaus brosin smá sjá má barna sálum í
blika ljóss í öldum. saklaus gleðin ljómar.


5. Móður brjóstin börnin við 6. Saklaus æskan aldrei má
blundinn væran festa. ein á ferli vera.
Móðurást þeim leggur lið, Henni verður hönd að ljá
líknar gyðjan besta. hana leiða og bera.


7. Leggja hennar lífs á borð 8. Orð og gjörðir eins og ber
láns og gæfu forða. eldri kynslóð vandi.
Kenna snemma eilíf orð Æskan, þegar annað sér,
á þeim framtíð skorða. oft er hætt við grandi.
(Merkt: 1906)


Þórhildur Þorsteinsdóttir

Þórhildur var dótturbarn Gísla Engilbertssonar, dóttir Elínborgar Gísladóttur húsfreyju
í Laufási og Þorsteins Jónssonar. Hún varð kona sr. Sveinbjörns Högnasonar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. (Heimaslóð).

Þú gleður mig þrásinnis glóhærða mær
með glaðlega andlitið bjarta.
Þá leiftrar í augunum lífsgleðin skær
og ljósbrosin streyma frá hjarta.
Í skapandi krafti frá himnanna hæð
býr hreyfiafl mannlegrar sálar.
Það líður um taugar og loghitar æð
og ljósbjarta æskuna málar.
Ég blíðheima ilinn frá brjóstinu finn,
er breiðir út æskunnar roða.
Í ungbarna sakleysis svipnum á kinn
og sólmyndir englanna skoða.
Þá flýgur minn hugur um geislanna geim
að guðs dýrðar hásæti björtu,
bið ungbarna vininn að annast í heim
hin óstyrku nýsköptu hjörtu.
og
Þórhildur þriflegt fljóð,
þú ert svo ung og rjóð,
brosmild og blíð.
Glitra þín gullnu tár,
geislarnir lauga hár,
kinnar og blíðar brár,
blómrósin fríð.
Svipurinn hreinn og hýr,
hreimurinn blíður, skýr,
fagureygt fljóð.
Höndin mjúk, hvít og slétt,
hárið gult, sítt og þétt,
yndisleg öll og nett,
ungmærin góð.
Sem dúfa saklaus þú
sefur og vakir nú
ljós-engli lík,
og ber þín ungdómsblóm
áfellis laus við dóm,
syngur með svana róm
sakleysis rík.


Axel og Óskar

Þetta munu vera bræðurnir Axel og Óskar Bjarnasen, synir Antons Bjarnasen verslunarstjóra
hjá Bryde kaupmanni í Garðsverslun og konu Antons Sigríðar Bjarnasen húsfreyju.

Siðprúðir sveinar tveir
syngjandi dansa þeir,
brosandi blítt.
Ástvina eiga skjól
ánægju- skín þeim sól,
léttfættir hól af hól
hlaupa svo títt.
Ágætust auðnan þeim
ætíð sé með í heim
ókomin ár.
Sakleysis svipur hýr
sýni hvað innra býr,
uns frá jörð andinn snýr
öll hverfi tár.
Axel Bjarnasen
Axel kæri Antons-stjarna
engin hindrun nái varna
að þér vilji vinur barna
veita gleði fyrr og síð.
Hans þig leiði heims á brautum
höndin mjúk í sæld og þrautum,
vel metinn af landsins lýð.


Móður orð
Vænu börnin bjóða góðar nætur
móður, föður, ömmu, afa,
öllum þeim, er hjá sér hafa.
Líka bjóða börnin góðan daginn,
vilja klæðast, kemba hárið,
kroppinn lauga, dylja tárið.
Láta fögur fötin á sér laga,
áður hlaupa út úr bænum
upp á hól með laufum grænum.
Gott að læra girnast vænu börnin,
aldrei skrökva eða blóta,
enga brúka siði ljóta.
Vænu börnin vilja flestir eiga,
gull þeim margir gefa fögur,
góðu klæðin brauð og sögur.
Guð vill ætíð góðu börnin eiga,
alla daga einnig nætur
á þeim hefir sterkar gætur.
Hann þeim líf og ljósið gefur bjarta,
upp svo vaxi eins og blómin
á, sem hvílir sólar ljóminn.


Unnur 1-1/4 árs
Þetta mun vera Unnur Þorsteinsdóttir frá Laufási, dótturbarn Gísla Engilbertssonar.
Hún varð kona Runólfs Runólfssonar í Bræðratungu.
Unnur móti afa
einatt brosir hýrt.
Margt vill mærin skrafa,
málið enn óskírt.
Blómarósin er svo ung,
en samt stór og furðu þung.
Heit og rjóð er hraustleg snót,
hárabjört með kvikan fót.
Augun litlu ljóma
líkt og stjörnur blá.
Heyrast tónar hljóma
hlýju brjósti frá.
Æskublóminn klæðir kinn,
kvikar höndin ljósroðin,
svipur hreinn og sálin blíð,
saklaus hyggur ei á stríð.
Upp um háls á afa
Unnur flýgur þrátt,
yngir upp án vafa
aldinn sálarmátt.
Því vill biðja hjartað hrært,
hennar önd að fái nært
vonin, trúin, viska og náð,
viljakraftur, þrek og dáð.

II. hluti