Axel Sigurðsson Óskarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Axel Sigurðsson Óskarsson.

Axel Sigurðsson Óskarsson símstöðvarstjóri fæddist 20. febrúar 1933 í Eyjum og lést 29. nóvember 2014.
Foreldrar hans voru Óskar Sigfinnsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, lagermaður, f. 17. janúar 1911 á Hnausum við Landagötu 5b, síðar Sólnes, d. 1. nóvember 2003, og kona hans Þóra Guðný Þórðardóttir húsfreyja, f. 5. desember 1911 á Karlsstöðum í Vöðlavík, S.-Múl., d. 12. ágúst 2007.

Börn þeirra:
1. Axel Sigurðsson Óskarsson símstöðvarstjóri, f. 20. febrúar 1933, d. 29. nóvember 2014. Kona hans var Þóra Þórðardóttir.
2. Friðrik Grétar Óskarsson skipstjóri, f. 2. nóvember 1936, kvæntur Karólínu Guðnadóttur.
3. Jóhanna Kristín Óskarsdóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1939, gift Friðriki Guðleifssyni.
4. Auður Sigurrós Óskarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði á Akranesi, f. 10. október 1941, gift Einari Gíslasyni.
5. Bergþóra Óskarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 10. maí 1943, gift Garðari Sigurðssyni alþingismanni.

Óskar var með foreldrum sínum.
Hann lauk loftskeytaprófi 1954, símritaraprófi 1966.
Óskar var loftskeytamaður á togurum 1954-1958, Agli rauða, Goðanesi og Ísólfi. Hann var bæjargjaldkeri í Neskaupstað um fjögurra ára skeið, loftskeytamaður á stöðinni í Neskaupstað 1963-1976, lengst varðstjóri, stöðvarstjóri Pósts og síma þar frá 1976 til dánardægurs.
Þau Þóra giftu sig, eignuðust fjögur börn.
Axel lést 2014.

I. Kona Axels er Þóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1934. Foreldrar hennar voru Þórður Anton Hallgrímur Jónsson, f. 18. janúar 1907, d. 14. nóvember 1935, og Jenný Jónsdóttir, f. 14. nóvember 1909, d. 5. desember 1965.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Þór Axelsson læknir, f. 25. maí 1954. Kona hans Herdís Kjartansdóttir.
2. Óskar Axelsson útvarpsvirki, f. 17. janúar 1957. Kona hans Berglín Skúladóttir.
3. Jenný Axelsdóttir þjóðfélagsfræðingur, félagsráðgjafi, f. 8. júlí 1958. Maður hennar Bárður Sigurgeirsson.
4. Sigríður Jóhanna Axelsdóttir, f. 8. desember 1964. Maður hennar Heimir Pétursson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Loftskeytamenn og fjarskiptin. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
  • Morgunblaðið 20. janúar 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.