Sveinbjörn Friðfinnsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sveinbjörn Friðfinnsson kennari, húsasmiður, kaupmaður, iðnrekandi fæddist 28. nóvember 1891 í Haga í Vopnafirði og lést 16. maí 1988.
Foreldrar hans voru Friðfinnur Kristjánsson frá Borgum, bóndi, f. 7. febrúar 1864, d. 22. febrúar 1937, og kona hans Guðrún Ólína Sveinbjörnsdóttir frá Miðfjarðarnesi á Langanesströnd, húsfreyja, f. 25. ágúst 1866, d. 25. febrúar 1940.

Systur Sveinbjarnar í Eyjum voru:
1. Ólöf Friðfinnsdóttir húsfreyja í Berjanesi, f. 11. desember 1901, d. 5. nóvember 1985. Maður hennar Jón Einarsson.
2. Kristrún Friðfinnsdóttir húsfreyja í Njarðvík, f. 14. febrúar 1905, d. 30. apríl 1981. Hún var hjá Sveinbirni í Bjarmahlíð 1927. Maður hennar Christian Jensen.
3. Rut Friðfinnsdóttir húsfreyja í Reykjaví, f. 6. febrúar 1909, d. 18. janúar 1937. Hún var í Berjanesi með Sveinbirni bróður sínum 1924.

Sveinbjörn var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim að Borgum í Vopnafirði.
Hann lauk námi í Bændaskólanum á Eiðum.
Sveinbjörn var barnakennari í Fljótshlíð 1921-1923, flutti til Eyja, var verkamaður í Stakkholti í lok árs 1923, í Berjanesi 1924, í Bjarmahlíð 1925 og 1927, en farinn úr bænum 1930.
Hann vann lengi við húsasmíðar, stofnaði fyrirtækið Gúmmí fatagerðina Vopna og rak fram á níræðisaldur og seldi þá.
Þau Guðrún giftu sig 1920, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári þess. Þau bjuggu síðast á Langholtsvegi 108.
Guðrún lést 1967.
Sveinbjörn giftist Guðrúnu 1973. Þau bjuggu síðast á Hrísateig 22 í Reykjavík, en dvöldu síðustu ár sín á Hrafnistu í Reykjavík.
Guðrún lést 1986 og Sveinbjörn 1988.

I. Fyrri kona Sveinbjarnar, (1920), var Guðrún Guðmundsdóttir frá Hellatúni í Ásahreppi, húsfreyja, f. 17. maí 1900, d. 13. nóvember 1967.
Börn þeirra:
1. Þórunn Sveinbjarnardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. þar 23. apríl 1921, d. 18. mars 2015. Maður hennar Óskar Kristinn Júlíusson.
2. Guðmundur Borgar Sveinbjarnarson klæðskeri í Reykjavík, f. 28. maí 1924 í Berjanesi, d. 10. janúar 1993. Konur hans Kristín Daníelsdóttir og Elsa Jakobsdóttir. Sambúðarkona Svava Davíðsdóttir. 3. Guðrún Ólína Sveinbjarnardóttir, f. 6. desember 1925 í Bjarmahlíð, d. 30. mars 1927.
4. Garðar Sveinbjarnarson sölumaður í Reykjavík, f. 17. júní 1928 í Bjarmahlíð, d. 3. október 1971.

III. Síðari kona Sveinbjarnar, (1973), var Guðrún Karólína Guðmundsdóttir frá Ingjaldssandi, f. 25. mars 1901, d. 31. janúar 1986.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 22. maí 1988. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.